Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4558 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til risakanínur? Hvaða kanínutegund er stærst?

Tuttugu og átta tegundir kanína eru þekktar í heiminum í dag og tilheyra þær ættinni Leporidea ásamt hérum. Stærsta villta kanínutegundin er norður-amerísk mýrarkanína af tegundinni Sylvilagus aquaticus. Hún getur orðið 53 cm á lengd og vegið nærri 3 kg. Ræktaðar kanínur eða heimiliskanínur geta þó orði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á eiginlega að rita heiti Landspítalans?

Það virðist vefjast fyrir ýmsum hvernig eigi að rita nafn Landspítalans. Á vefsetri Landspítalans eru teknar saman upplýsingar um það hvernig eigi að orða og rita ýmislegt sem tengist heiti spítalans og starfsemi hans. Þar kemur meðal annars fram að spítalinn hét Landspítali - háskólasjúkrahús frá 2. mars 20...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því?

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því? Með öðrum orðum nýtir maður dýr til matar sem hefur verið "lógað"?Sögnin slátra er einkum notuð um að fella dýr sem hafa á til matar. Dýrin eru þá aflífuð og hlutuð sundur í hæfilega skammta og seld í matvöruverslunum. Slátr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers kyns er skurn?

Orðið skurn er eitt þeirra orða í íslensku sem til eru í fleiri en einu kyni. Það er reyndar notað í öllum kynjum, það er skurnin, sem er algengasta orðmyndin, skurnið og skurninn. Annað orð sem til er í þremur kynjum er vikur ‘gosmöl’. Karlkyns og kvenkyns eru til dæmis skúr, það er regnskúr, og örn. Karlkyns ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga?

Orðið stigamaður kemur þegar fyrir í fornu máli. Orðið var þá notað í tvenns konar merkingu, annars vegar um ferðamann almennt en hins vegar um þann sem sat fyrir mönnum á vegum úti og rændi þá. Síðari merkingin varð síðan ráðandi. Að baki liggur nafnorðið stigr ‛vegur, gata’ í fornu máli en einnig var þá no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu?

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmi um bomsur úr blaðinu Speglinum frá 1932:Gúmmístígvjel á börn og fullorðna, með bæjarins lægsta verði. Bomsur og skóhlífar í miklu úrvali. Stefán Gunnarsson Skóverslun Austurstræti 12.Heldur eldri dæmi er að finna á timarit.is eða úr Vísi frá 1928. Öll elstu dæmin er...

category-iconHugvísindi

Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum?

Orðið skál þekkist þegar í fornu máli um drykkjarílát. Í Snorra-Eddu segir til dæmis ,,voru þá teknar þær skálir er Þór var vanur að drekka úr“ og í Fornmannasögum er þetta dæmi: ,,þar með sendi hann honum eina skál fulla mjaðar og bað hann drekka mótsminni“ (stafsetningu breytt í báðum dæmum). Af nafnorðinu s...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um grýlukerti er úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens þar sem hann lýsti kísildrönglum niður með árfarvegi og líkti þeim við grýlukerti á þaki. Það sýnir að orðið grýlukerti er eldra í málinu en í bók hans. Kalksteinsstrókar, sem hanga niður úr hellisloftum, eru gjarnan kallaðir g...

category-iconHugvísindi

Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?

Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekkert komið fram sem varpað gæti öruggu ljósi á orðið kontór í leiknum sem spurt var um. Í stuttu máli snýst leikurinn um það að leikmenn velja milli þess að svara spurningu (sannleikurinn) eða leysa þraut (kontór). Orðið kontór, sé um það að ræða, er tökuorð úr dönsku kontor...

category-iconHugvísindi

Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?

Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?

Helgur er samandregin mynd af heilagur, orðin til við brottfall sérhljóðs í þolfalli og þágufalli eintölu og allri fleirtölunni nema eignarfalli og sömuleiðis í veiku beygingunni en brottfallinu fylgdi einhljóðun tvíhljóðsins ei í e. Merking orðanna er hin sama. Nafnorðið helgi merkir ‛heilagleiki’ en einnig...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?

Orðið gjaldkeri er talið gamalt tökuorð í íslensku í merkingunni ‘féhirðir’. Það er til í nýnorsku sem gjaldkere, fornsænsku sem gjældkyre og í forndönsku gælkyræ, gælkæræ. Hugsanlegt er að vesturnorrænu málin, íslenska og norska, hafi tekið orðið að láni úr austurnorrænu málunum, dönsku eða sænsku. Gjaldkeri er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „tussulegur“ og hvaðan kemur það?

Orðið tussa merkir ‘poki, tuðra; kvensköp, lastyrði um konu’ og þekkist í málinu frá 19. öld. Af nafnorðinu er leidd sögnin tussast (til einhvers) ‘sneypast til að gera eitthvaðð’ og lýsingarorðið tussulegur ‘leiðinlegur (um fólk og veður). Skylt er nafnorðið tussi ‘poki; tittlingur á hundi’. Lýsingarorðið tus...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar ull er í orðinu urmull og hvað er urm?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hverslags ull er urmull? Orðið urmull þekkist frá 17. öld í merkingunni ‘ögn, smábrot, smáleif af einhverju, aragrúi, sægur’. Upphafleg merking mun vera ‘mylsna, smábrot, smælki’. Merkingin ‘aragrúi’ er leidd af nafnorðinu mor ‘smáagnir, grugg, grúi, sægur’ (Ásgeir Blöndal ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?

Kómódódrekinn eða eyjafrýna (Varanus komodoensis, e. Komodo dragon) er kenndur við eyjuna Kómódó undan ströndum Súmötru í Indónesíu, en þar og á nokkrum nágrannaeyjum meðal annars Rinca, Padar, Flores, Gili Motang og Owadi Sami, á hann heimkynni sín. Drekinn gengur undir mörgum heitum meðal eyjaskeggja til að myn...

Fleiri niðurstöður