Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið stigamaður kemur þegar fyrir í fornu máli. Orðið var þá notað í tvenns konar merkingu, annars vegar um ferðamann almennt en hins vegar um þann sem sat fyrir mönnum á vegum úti og rændi þá. Síðari merkingin varð síðan ráðandi. Að baki liggur nafnorðið stigr ‛vegur, gata’ í fornu máli en einnig var þá notuð orðmyndin stígr, nú stígur í sömu merkingu. Ræninginn var í felum við ‛stiginn’ sem menn fóru um, réðst á vegfaranda og rændi. Hann taldist til mannanna við stiginn, var stigamaður.

Að baki orðinu stigamenn liggur nafnorðið stigr/stígr, nú stígur. Stigamenn voru menn við stiginn eða stíginn. Myndin er af Dick Turpin, þekktum enskum stigamanni frá fyrri hluta 18. aldar.

Mynd:

María Ósk spurði:
Af hverju voru stigamenn kallaðir stigamenn og hvaðan kom nafnið upphaflega?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.2.2013

Spyrjandi

María Ósk Birgisdóttir, ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63784.

Guðrún Kvaran. (2013, 8. febrúar). Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63784

Guðrún Kvaran. „Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63784>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga?
Orðið stigamaður kemur þegar fyrir í fornu máli. Orðið var þá notað í tvenns konar merkingu, annars vegar um ferðamann almennt en hins vegar um þann sem sat fyrir mönnum á vegum úti og rændi þá. Síðari merkingin varð síðan ráðandi. Að baki liggur nafnorðið stigr ‛vegur, gata’ í fornu máli en einnig var þá notuð orðmyndin stígr, nú stígur í sömu merkingu. Ræninginn var í felum við ‛stiginn’ sem menn fóru um, réðst á vegfaranda og rændi. Hann taldist til mannanna við stiginn, var stigamaður.

Að baki orðinu stigamenn liggur nafnorðið stigr/stígr, nú stígur. Stigamenn voru menn við stiginn eða stíginn. Myndin er af Dick Turpin, þekktum enskum stigamanni frá fyrri hluta 18. aldar.

Mynd:

María Ósk spurði:
Af hverju voru stigamenn kallaðir stigamenn og hvaðan kom nafnið upphaflega?
...