Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar.
Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.
Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju eða einhverjum, bera hærri hlut í samskiptum við einhvern eða eitthvað. Sú er til dæmis merkingin í að ráða niðurlögum elds, það er sigrast á eldinum. Hins vegar merkir orðasambandið að koma einhverjum fyrir kattarnef og er þá átt við að ganga endanlega frá einhverjum, losa sig við hann þannig að sá hinn sami líti ekki aftur dagsins ljós.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Guðrún Kvaran. „Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56368.
Guðrún Kvaran. (2010, 7. júlí). Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56368
Guðrún Kvaran. „Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56368>.