Hverslags ull er urmull?Orðið urmull þekkist frá 17. öld í merkingunni ‘ögn, smábrot, smáleif af einhverju, aragrúi, sægur’. Upphafleg merking mun vera ‘mylsna, smábrot, smælki’. Merkingin ‘aragrúi’ er leidd af nafnorðinu mor ‘smáagnir, grugg, grúi, sægur’ (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1091).
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík.
- Moving Party - Flickr. Höfundur myndar Aarbyreed. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 2.10.2023).