Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?
Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerl...
Hvað má segja um seli sem eru menn í álögum?
Upphafleg spurning var: Það er sagt að sumir selir séu menn í álögum og að á ákveðnum degi þá losni þeir úr líkama selsins. Getið þið sagt mér eitthvað um þetta? Víða um heim er talsverð hjátrú sem tengd er selum með einum eða öðrum hætti. Mönnum þykir skepnan falleg, einkum skinn hennar og augu. Oft hefur selum...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?
Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...
Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?
Einnig er svarað spurningunum: Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)? Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum? Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hama...
Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?
Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...
Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?
Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...
Hvað hét kona Sókratesar og hvað er vitað um hana?
Kona Sókratesar hét Xanþippa. Hún er einkum þekkt fyrir að vera skapmikil og erfið í sambúð. Xanþippa kemur meðal annars fyrir í samræðunni Fædoni eftir Platon (427 – 347 f.Kr.) sem var lærisveinn Sókratesar. Þar situr Xanþippa hjá manni sínum með son þeirra í kjöltunni í fangelsinu daginn sem dauðadómi hans skal ...
Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?
Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...
Hvaða kyn hefur orðið skúr þegar talað er um rigningarskúr?
Orðið skúr er eitt þeirra orða sem notað er í tveimur kynjum, annars vegar kvenkyni og hins vegar karlkyni. Beyging orðanna er þessi: Karlkyn Eintala Fleirtala Kvenkyn Eintala Fleirtala Nefnifall skúr skúrar Nefnifall ...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?
Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...
Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?
Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins. Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann...
Hvaða lög og reglur gilda um vændi í ríkjum Evrópusambandsins?
Í ríkjum Evrópusambandsins gilda ólíkar reglur um vændi enda hefur Evrópusambandið ekki markað sér samræmda stefnu í vændismálum nema hvað varðar þvingað vændi, svo sem mansal. Slíkt er ólöglegt í öllum ríkjum ESB. Aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga löggjöf sinni um vændi. Sum hafa það að markmi...
Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?
Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...
Hvers lenskur var Tarzan og hvar gerast ævintýrin um hann?
John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirr...