Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið skúr er eitt þeirra orða sem notað er í tveimur kynjum, annars vegar kvenkyni og hins vegar karlkyni. Beyging orðanna er þessi:
Karlkyn
Eintala
Fleirtala
Kvenkyn
Eintala
Fleirtala
Nefnifall
skúr
skúrar
Nefnifall
skúr
skúrir
Þolfall
skúr
skúra
Þolfall
skúr
skúrir
Þágufall
skúr
skúrum
Þágufall
skúr
skúrum
Eignarfall
skúrs
skúra
Eignarfall
skúrar
skúra
Notkunin var áður fyrr nokkuð staðbundin. Karlkynið var einkum notað á Norðurlandi, það er einhverjir skúrar, en kvenkynið sunnanlands, einhverjar skúrir. Nú eru mörkin ekki jafn glögg og áður og heyra má til dæmis bæði kynin nánast jafnt í Reykjavík. Oft slær kynjunum saman. Til dæmis getur sami maður sagt: „Það gerði mikinn skúr (kk) um miðjan daginn“ og „Það voru skúrir (kvk) allan daginn“.
Einhverjir skúrar eða einhverjar skúrir í kortunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Veðurfræðingur í sjónvarpinu talaði ítrekað um að einhverjir skúrir væru í kortunum. Nú hef ég alltaf haldið að orðið skúr væri kvenkynsorð. Hvernig beygist orðið skúrir í þessari samsetningu?
Guðrún Kvaran. „Hvaða kyn hefur orðið skúr þegar talað er um rigningarskúr?“ Vísindavefurinn, 2. september 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59844.
Guðrún Kvaran. (2011, 2. september). Hvaða kyn hefur orðið skúr þegar talað er um rigningarskúr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59844
Guðrún Kvaran. „Hvaða kyn hefur orðið skúr þegar talað er um rigningarskúr?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59844>.