Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2157 svör fundust
Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni?
Það er ekki gott að segja til um hvað gerist ef fuglaflensa berst til Íslands. Það fer væntanlega eftir því hvort um verður að ræða veiruna eins og hún er í dag eða hugsanlega stökkbreytt afbrigði. Og ef hún stökkbreytist þá fara áhrifin af því hverjir eiginleikar veirunnar verða. Algengasta smitleið fuglaflen...
Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?
Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...
Er MND arfgengur sjúkdómur?
MND stendur fyrir Motor neuron disease, eða hreyfitaugungahrörnun. Til eru nokkrar tegundir af MND en algengasta form sjúkdómsins kallast Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða blönduð hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn felur í sér að hreyfitaugungar deyja af óþekktum orsökum og geta ekki lengur sent skilaboð ...
Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?
Það er margt á huldu varðandi atferli risaeðlna, eins og annarra löngu útdauðra dýra, þar sem vísindamenn hafa einungis steingerðar leifar þeirra til að styðjast við. Almennt er þó álitið að risaeðlur hafi sofið, eins og nánast öll hryggdýr gera nú til dags. Þrátt fyrir að mjög lítið sé vitað um atferli risaeðlna ...
Hvað eru til margar konur í heiminum?
Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...
Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?
Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...
Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?
Í mælskufræði er gríska hugtakið hyperbole, sem á íslensku kallast ýkjur eða ofhvörf, notað yfir það þegar menn beita öfgafullu eða ýktu orðalagi til að leggja áherslu á orð sín eða láta í ljós sterkar tilfinningar. Þegar einhver segist 'geta étið heilan hest' ber ekki að skilja það bókstaflega. Sá hinn sami er...
Hvernig uppgötvuðust svarthol?
Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....
Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?
Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...
Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?
Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki ...
Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka?
Marblettir myndast þegar högg sem lendir á líkamanum nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þá lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit fyrstu dagana eftir höggið. Nánar er sagt frá marblettum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttu...
Hvað er mannakorn?
Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna. Elst dæmi um notkun orðsins er úr tímaritinu Bjarma frá 1915. Þar stendur:„Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ hefir útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æskunnar«, sent Bjarma til umsagnar. Það eru „730 ritningarstaðir“, pren...
Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvert er meðaltal snjóflóða í Álftafirði, sérstaklega Súðavíkurhlíð? Er til kort af Íslandi með grafi sem sýnir á hvaða vegum snjóflóð og mögulega önnur algeng slys á umferðasamgöngum af náttúrunnar hendi gerast? Á árabilinu frá 1996 til 2013 voru skráð 452 snjóflóð á veginn ...
Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?
Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi. Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri...
Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?
Kolviður er sjóður sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnuðu. Hægt er að borga í sjóðinn og greiðslan er notuð til að gróðursetja tré. Þannig er kolefni bundið úr koltvíildi (CO2) andrúmsloftsins og með skógræktinni verður til súrefni. Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél sem reiknar út hversu mörg tré þa...