Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?

JGÞ

Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kínverskra boltaleikja fyrir Krist, japanskra leikja og grískra.



Það sama má segja um keiluíþróttina. Til eru heimildir um forna keilu meðal Egypta frá því 3200 fyrir Krist og um keiluleik frá þriðju eða fjórðu öld eftir Krist meðal germana. Þar var keilan ekki íþrótt í nútímaskilningi heldur hluti af trúarathöfnum í klaustrum.

Þýski siðbótarmaðurinn Marteinn Lúter sem uppi var á 16. öld átti að hafa byggt keilubraut fyrir börn sín.

Keila eins og við þekkjum hana í dag á kemur frá Bandaríkjunum og fyrstu reglur um íþróttina voru settar þar um aldamótin 1900. Fyrsta heimsmeistarakeppnin var haldin árið 1954. Keila barst til Íslands með hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni og í Reykjavík var fyrsti keilusalurinn opnaður árið 1985.

Heimildir:
  • bowling, grein í Encyclopædia Britannica. 2008. Encyclopædia Britannica Online. Sótt 1. apríl Apr. 2008.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
  • Bowling


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Atli Freyr Þorvaldsson, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7279.

JGÞ. (2008, 1. apríl). Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7279

JGÞ. „Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7279>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?
Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kínverskra boltaleikja fyrir Krist, japanskra leikja og grískra.



Það sama má segja um keiluíþróttina. Til eru heimildir um forna keilu meðal Egypta frá því 3200 fyrir Krist og um keiluleik frá þriðju eða fjórðu öld eftir Krist meðal germana. Þar var keilan ekki íþrótt í nútímaskilningi heldur hluti af trúarathöfnum í klaustrum.

Þýski siðbótarmaðurinn Marteinn Lúter sem uppi var á 16. öld átti að hafa byggt keilubraut fyrir börn sín.

Keila eins og við þekkjum hana í dag á kemur frá Bandaríkjunum og fyrstu reglur um íþróttina voru settar þar um aldamótin 1900. Fyrsta heimsmeistarakeppnin var haldin árið 1954. Keila barst til Íslands með hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni og í Reykjavík var fyrsti keilusalurinn opnaður árið 1985.

Heimildir:
  • bowling, grein í Encyclopædia Britannica. 2008. Encyclopædia Britannica Online. Sótt 1. apríl Apr. 2008.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
  • Bowling


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....