Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?

Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju draga dökk föt að sér hita?

Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira?

Já, það hafa fæðst eineggja þríburar og jafnvel eineggja fjórburar og fimmburar, en slíkt er afar sjaldgæft. Þríburar geta ýmist verið eineggja, tvíeggja eða þríeggja. Þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt verða til eineggja tvíburar en ef önnur dótturfruman klofnar svo aftur í tvennt verða til eineggja þríburar...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki? - Myndband

Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifamætti smáskammtalækninga á ýms...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að gera sýnilega hluti ósýnilega? - Myndband

Hlutir eru sýnilegir vegna þess að yfirborð þeirra víxlverkar við ljós á ákveðinn hátt og við nemum ljósið með augunum. Einfaldasta leiðin til að gera hlut ósýnilegan er þess vegna að hafa hann í algjöru myrkri. Einnig mætti til dæmis loka augunum, eða setja hlutinn inn í skáp. Líklega er þó ekki átt við það með s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að ferðast fram í tímann? - Myndband

Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...

category-iconJarðvísindi

Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?

Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?

Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél. Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Ra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?

Örnefni með forliðnum þingmenn eiga yfirleitt við leið þingmanna til þings og frá þingi og þar með einnig oft alfaraveg. Hér verða nefnd nokkur þessara örnefna. Aðeins eitt örnefni er á Suðurlandi, Þingmannagata í Villingaholtshreppi í Flóa en í Hróarsholti í Flóa var um skeið þriggja hreppa þing. Á Vesturlandi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla?

Stutta svarið er já, það er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla og það er oft gert, eins og fjallað verður um nánar hér að neðan. Ef fanga á ljóseind milli tveggja spegla þarf ljóseindin á einhvern hátt að komast inn á milli speglanna. Hún gæti komið utan frá, ef að minnsta kosti annar speglanna hefur m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?

Sílamávar (Larus fuscus) verpa oftast þremur eggjum í júní eða júlí. Eggin eru yfirleitt grá-brúnröndótt en stundum rauðbrúnleit eða mosagræn. Eggin klekjast út á 24–27 dögum og eftir það eru ungarnir 30–40 daga í hreiðrinu. Sílamávur (Larus fuscus). Sílamávar eru farfuglar á Íslandi. Á veturna eru þeir í Ma...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?

Það er bagalegt að fá fitubletti í uppáhaldsflíkina sína, sulla rauðvíni eða appelsíni í borðdúkinn frá ömmu, koma að litla tveggja ára krílinu sem búið er að maka sultu og súkkulaði yfir sparikjólinn eða grípa átta ára guttann með grasgræn hné á nýju íþróttabuxunum. Þá er gott að vita af því að á vef Leiðbeining...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað get ég gert til að vaxa hraðar?

Ýmsir þættir hafa áhrif á vöxt og þroska og þar eins og í svo mörgu öðru spila saman erfðir og umhverfisþættir. Á suma þætti er hægt að hafa einhver áhrif áður en einstaklingurinn hættir að vaxa, en eftir að vaxtarlínur beinanna lokast lengist fólk ekki meira. Sá þáttur sem mestu ræður um vaxtarhraða og hversu...

Fleiri niðurstöður