Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél.

Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Razeghis.

Vélina nefnir Razeghi Aryayek-tímavélina. Heitið er frekar villandi því vélin gefur ekki kost á ferðalagi fram í tímann. Hún á hins vegar að vera þeim eiginleikum gædd að geta spáð fyrir um framtíð fólks. Sagt er að hún byggi spádóma sína á því að menn snerti tækið með fingri. Samkvæmt Razeghi á vélin að spá fyrir um næstu fimm til átta ár í lífi fólks, eftir flóknum formúlum, með 98% nákvæmni.

Þess er einnig getið að ríkisstjórnir geti notað tækið til að takast á við áföll og áskoranir sem gætu ógnað þeim í framtíðinni. Ekki er ljóst hvort vélin gerir það með sama hætti og hún spáir fyrir einstaklingum. Hugsanlega eiga þá ráðherrar í ríkisstjórnum að snerta tækið eða þá öll þjóðin. Ýmis augljós vandkvæði eru fólgin í því.

Íranar hafa ekki smíðað tímavél en Íraninn Ali Razeghi heldur því fram að hann hafi búið til spádómsvél. Hann vill þó ekki sýna vélina að svo stöddu, enda telur hann hættu á því að Kínverjar muni stela hugmynd hans og fjöldaframleiða tækið.

Þó að þetta hljómi frekar fjarstæðukennt þá er vert að nefna að í stærðfræði er til nýlegt rannsóknasvið sem fæst við að spá fyrir um atburði. Á ensku kallast það 'cliodanymics'. Klíó var grísk gyðja skáldskapar og sagnfræði og á íslensku mætti þess vegna nefna sviðið Klíó-gangfræði. Vísindamenn sem vinna á þessu sviði greina atburði í sögunni og reyna að finna mynstur sem gagnast til að spá fyrir um framtíðina. Til þess nota þeir aðferðir stærðfræðinnar.

Íraninn Ali Razeghi nýtir sér ef til vill eitthvað úr þessum fræðum, að minnsta kosti til þess að kynna hugmyndina að vélinni sem hann segist hafa smíðað. Margt orkar þó tvímælis í fréttum af vélinni. Óljóst er af hverju menn þurfa að snerta tækið til að það taki að spá og eins er ekki hægt að sjá í fljótu bragði af hverju þurfti að smíða sérstakt tæki. Venjuleg tölva og hugbúnaður ætti að geta gert sama gagn.

Enda kemur líka fram í fréttum af þessari tímavél að eintak af tækinu verður ekki gert opinbert strax. Ástæðan er sú að Razeghi telur að veruleg hætta sé á því að Kínverjar muni þá stela hugmyndinni og fjöldaframleiða vélina.

Ýmsar vísindagreinar sem snerta daglegt líf okkar spá fyrir um atburði sem eiga eftir að gerast. Veðurfræðin spáir til að mynda fyrir um hvernig veðrið verði í framtíðinni. Jarðvísindamenn geta spáð fyrir um eldgos, þó svo að fyrirvari slíkra spádóma sé ekki alltaf langur. Gos í Heklu hafa til að mynda ekki langan fyrirvara. Í Heklugosinu árið 2000 var hægt að segja til um að gos væri að hefjast með klukkustundar fyrirvara.

Við bendum þeim sem hafa áhuga á „raunverulegum“ tímaferðalögum að lesa svör við spurningunum Er hægt að ferðast aftur í tímann? og Er hægt að ferðast fram í tímann?

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.4.2013

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

Bragi Guðmundsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65085.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2013, 12. apríl). Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65085

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65085>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?
Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél.

Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Razeghis.

Vélina nefnir Razeghi Aryayek-tímavélina. Heitið er frekar villandi því vélin gefur ekki kost á ferðalagi fram í tímann. Hún á hins vegar að vera þeim eiginleikum gædd að geta spáð fyrir um framtíð fólks. Sagt er að hún byggi spádóma sína á því að menn snerti tækið með fingri. Samkvæmt Razeghi á vélin að spá fyrir um næstu fimm til átta ár í lífi fólks, eftir flóknum formúlum, með 98% nákvæmni.

Þess er einnig getið að ríkisstjórnir geti notað tækið til að takast á við áföll og áskoranir sem gætu ógnað þeim í framtíðinni. Ekki er ljóst hvort vélin gerir það með sama hætti og hún spáir fyrir einstaklingum. Hugsanlega eiga þá ráðherrar í ríkisstjórnum að snerta tækið eða þá öll þjóðin. Ýmis augljós vandkvæði eru fólgin í því.

Íranar hafa ekki smíðað tímavél en Íraninn Ali Razeghi heldur því fram að hann hafi búið til spádómsvél. Hann vill þó ekki sýna vélina að svo stöddu, enda telur hann hættu á því að Kínverjar muni stela hugmynd hans og fjöldaframleiða tækið.

Þó að þetta hljómi frekar fjarstæðukennt þá er vert að nefna að í stærðfræði er til nýlegt rannsóknasvið sem fæst við að spá fyrir um atburði. Á ensku kallast það 'cliodanymics'. Klíó var grísk gyðja skáldskapar og sagnfræði og á íslensku mætti þess vegna nefna sviðið Klíó-gangfræði. Vísindamenn sem vinna á þessu sviði greina atburði í sögunni og reyna að finna mynstur sem gagnast til að spá fyrir um framtíðina. Til þess nota þeir aðferðir stærðfræðinnar.

Íraninn Ali Razeghi nýtir sér ef til vill eitthvað úr þessum fræðum, að minnsta kosti til þess að kynna hugmyndina að vélinni sem hann segist hafa smíðað. Margt orkar þó tvímælis í fréttum af vélinni. Óljóst er af hverju menn þurfa að snerta tækið til að það taki að spá og eins er ekki hægt að sjá í fljótu bragði af hverju þurfti að smíða sérstakt tæki. Venjuleg tölva og hugbúnaður ætti að geta gert sama gagn.

Enda kemur líka fram í fréttum af þessari tímavél að eintak af tækinu verður ekki gert opinbert strax. Ástæðan er sú að Razeghi telur að veruleg hætta sé á því að Kínverjar muni þá stela hugmyndinni og fjöldaframleiða vélina.

Ýmsar vísindagreinar sem snerta daglegt líf okkar spá fyrir um atburði sem eiga eftir að gerast. Veðurfræðin spáir til að mynda fyrir um hvernig veðrið verði í framtíðinni. Jarðvísindamenn geta spáð fyrir um eldgos, þó svo að fyrirvari slíkra spádóma sé ekki alltaf langur. Gos í Heklu hafa til að mynda ekki langan fyrirvara. Í Heklugosinu árið 2000 var hægt að segja til um að gos væri að hefjast með klukkustundar fyrirvara.

Við bendum þeim sem hafa áhuga á „raunverulegum“ tímaferðalögum að lesa svör við spurningunum Er hægt að ferðast aftur í tímann? og Er hægt að ferðast fram í tímann?

Heimildir:

Mynd:...