Annars leit fjallkóngurinn svo á að því færi fjarri að alt væri komið undir peníngum. Margir ágætismenn hafa komist til mannvirðínga án þess að hafa nokkurn tíma hnoðað hinn þétta leir. (1952:63)Hér er merkingin ‛verða efnaður’. Hitt dæmið er úr Brekkukotsannál:
veitti með bréfi þessu afkall til fjár er honum hafði verið ánafnað úr landsjóði; væri tími til kominn, sagði í bréfinu, að hér yrði skift um hlutverk; lægi nær að hann hnoðaði bændum og fiskimönnum þessa hjara þéttan leir uppfrá þeim degi. (1957:111)Hér er hugsunin að rétt væri að láta bændur og fiskimenn njóta góðs af fénu. Mynd: