Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4297 svör fundust
Af hverju roðnum við þegar eitthvað vandræðalegt gerist?
Roði í kinnum, til dæmis þegar við blygðumst okkar eða erum feimin, kemur fram við svonefnt flótta- eða árásarviðbragð (e. flight-or-fight response). Við verðum líka rjóð í vöngum þegar við reynum á okkur og eins fáum við stundum roða í kinnarnar eftir fullnægingu og þá má nefna roðann kynroða eins og fram kemur í...
Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?
Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...
Hvenær var hætt að skipta á milli sumar- og vetrartíma á Íslandi?
Árið 1907 voru sett lög um samræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Árið 1917 voru set...
Af hverju gefur fólk gjafir um jólin og hvenær varð sá siður almennur?
Jólahald var ekki með sama sniði um alla Evrópu á fyrri öldum. Það var breytilegt í tímans rás eftir löndum, héruðum og kirkjuskipan. Jólagjafir virðast að sumu leyti sprottnar frá hinum fornu rómversku skammdegishátíðum, en þær voru í eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir. Áramót voru víða á miðöldum miðuð við fæð...
Geta dýr gert konur óléttar?
Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu...
Hvað er Marsjeppinn Curiosity stór og hvernig er hann knúinn áfram?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...
Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla?
Stutta svarið er já, það er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla og það er oft gert, eins og fjallað verður um nánar hér að neðan. Ef fanga á ljóseind milli tveggja spegla þarf ljóseindin á einhvern hátt að komast inn á milli speglanna. Hún gæti komið utan frá, ef að minnsta kosti annar speglanna hefur m...
Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?
Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum ...
Er örugglega ekki hægt að persónugreina kjósendur í kosningakerfi Pírata?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Spurningin fellur ekki alveg að tilgangi staðreyndavaktarinnar en þar sem hún tengist óneitanlega umræðu í aðdraganda var ákveðið að taka hana til meðferðar. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísind...
Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðin...
Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?
Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast ...
Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?
Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...
Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?
Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...
Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?
Frægasta rigning Íslandssögunnar var við stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944. Flestir sem rifja upp þátttöku sína þann gleðiríka dag, er Ísland varð á ný frjálst og fullvalda eftir 700 ár undir erlendum yfirráðum, muna eftir hellidembum og rennblautum fötum. Mörgum fannst nóg um rigninguna en ...
Get ég stofnað kirkju á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið. Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og...