Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?

Þór Jakobsson

1944
Frægasta rigning Íslandssögunnar var við stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944. Flestir sem rifja upp þátttöku sína þann gleðiríka dag, er Ísland varð á ný frjálst og fullvalda eftir 700 ár undir erlendum yfirráðum, muna eftir hellidembum og rennblautum fötum. Mörgum fannst nóg um rigninguna en þeir bjartsýnu sögðu þetta himneska skírn í dögun nýs tíma í sögu þjóðarinnar.

En hér er spurt um rigningu í Reykjavík 17. júní frá 1944 til þessa dags.

Samkvæmt mælingum á úrkomu í Reykjavík á þjóðhátíðardegi 17. júní árið 1944 til og með ársins 2014 hefur úrkomu gætt í um það bil 85% tilvika árin 70 frá stofnun lýðveldisins. Oft var hún óveruleg en önnur árin rigndi mikið. Það verður því að játa að líklegt megi teljast að það sé alla jafna fremur þungbúið og hætt við vætu þjóðhátíðardaginn í höfuðstaðnum.

Samkvæmt mælingum á úrkomu í Reykjavík á þjóðhátíðardegi 17. júní árið 1944 til og með ársins 2014 hefur úrkomu gætt í um það bil 85% tilvika árin 70 frá stofnun lýðveldisins.

Við eftirfarandi flokkun er stuðst við lista yfir úrkomumælingar sem Guðrún Þórunn Gísladóttir landfræðingur og sérfræðingur í úrvinnslu veðurgagna á Veðurstofu Íslands hefur góðfúslega látið í té. Þess ber að geta að mæling á úrkomu er ekki endilega mæld frá miðnætti til miðnættis, 24 stundir einhvern tiltekin sólarhring. Á fyrrnefndum lista eru því líka upplýsingar um úrkomuna 18. júní, auk 17. júní, og fylgir þessi athugasemd:

Hér kemur í viðhengi tafla með úrkomu í Reykjavík 17. og 18. júní frá 1944 til 2014. Úrkoman er mæld 2x á sólarhring, kl. 9 og 18, og sú úrkoma sem mæld er kl. 18 reiknast með sólarhringsúrkomunni daginn eftir. Þess vegna sendi ég þér báða dagana.

Skulu nú til fróðleiks nokkrir flokkar taldir.

Níu ár kom ekki dropi úr lofti 17. júní. Það var á árunum 1950, 1951, 1952, 1958, 1971, 1982, 1986, 1991 og 2005.

Átta ár gátu státað af hér um bil þurrum þjóðhátíðardegi, árin 1948, 1953, 1957, 1961, 1962, 1963, 1973 og 1981.

Þurru árin dreifast yfirleitt á allt 70 ára tímabilið og engin regla sýnileg önnur en sú að 17. júní hefur reynst frekar vætusamur um dagana. Það bregður þó út af þessu á árunum 1948-1954, að undanteknu árinu 1949, þegar höfuðstaðarbúar hafa getað notið þurrviðris 17. júní allmörg ár í röð!

Þá eru ótalin 53 ár þar sem einhver úrkoma mældist, stundum aðeins vottur, stundum talsverð og sum árin mikil eins og búast má við. Eftirtalin 10 ár rigndi mest í Reykjavík, raðað eftir úrkomumagni: 2014, 1988, 2000, 2006, 1984, 1979, 1945, 1995, 2001 og 1969. Greina má breytingu á tímabilinu: átta hinna tilgreindu ára eru frá síðara helmingi 70 ára lýðveldisskeiðsins.

Niðurstaðan er því sú að líklegt sé að þörf verði á hlífðarfötum, regngallanum eða regnhlífinni þegar sungið verður næst „það er kominn 17. júní“!

Mynd:

Höfundur

Þór Jakobsson

veðurfræðingur, fyrrv. verkefnisstjóri hafísrannsókna á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

20.11.2014

Síðast uppfært

6.5.2019

Spyrjandi

Sigurður Bergmann Svavarsson

Tilvísun

Þór Jakobsson. „Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67684.

Þór Jakobsson. (2014, 20. nóvember). Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67684

Þór Jakobsson. „Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?
Frægasta rigning Íslandssögunnar var við stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944. Flestir sem rifja upp þátttöku sína þann gleðiríka dag, er Ísland varð á ný frjálst og fullvalda eftir 700 ár undir erlendum yfirráðum, muna eftir hellidembum og rennblautum fötum. Mörgum fannst nóg um rigninguna en þeir bjartsýnu sögðu þetta himneska skírn í dögun nýs tíma í sögu þjóðarinnar.

En hér er spurt um rigningu í Reykjavík 17. júní frá 1944 til þessa dags.

Samkvæmt mælingum á úrkomu í Reykjavík á þjóðhátíðardegi 17. júní árið 1944 til og með ársins 2014 hefur úrkomu gætt í um það bil 85% tilvika árin 70 frá stofnun lýðveldisins. Oft var hún óveruleg en önnur árin rigndi mikið. Það verður því að játa að líklegt megi teljast að það sé alla jafna fremur þungbúið og hætt við vætu þjóðhátíðardaginn í höfuðstaðnum.

Samkvæmt mælingum á úrkomu í Reykjavík á þjóðhátíðardegi 17. júní árið 1944 til og með ársins 2014 hefur úrkomu gætt í um það bil 85% tilvika árin 70 frá stofnun lýðveldisins.

Við eftirfarandi flokkun er stuðst við lista yfir úrkomumælingar sem Guðrún Þórunn Gísladóttir landfræðingur og sérfræðingur í úrvinnslu veðurgagna á Veðurstofu Íslands hefur góðfúslega látið í té. Þess ber að geta að mæling á úrkomu er ekki endilega mæld frá miðnætti til miðnættis, 24 stundir einhvern tiltekin sólarhring. Á fyrrnefndum lista eru því líka upplýsingar um úrkomuna 18. júní, auk 17. júní, og fylgir þessi athugasemd:

Hér kemur í viðhengi tafla með úrkomu í Reykjavík 17. og 18. júní frá 1944 til 2014. Úrkoman er mæld 2x á sólarhring, kl. 9 og 18, og sú úrkoma sem mæld er kl. 18 reiknast með sólarhringsúrkomunni daginn eftir. Þess vegna sendi ég þér báða dagana.

Skulu nú til fróðleiks nokkrir flokkar taldir.

Níu ár kom ekki dropi úr lofti 17. júní. Það var á árunum 1950, 1951, 1952, 1958, 1971, 1982, 1986, 1991 og 2005.

Átta ár gátu státað af hér um bil þurrum þjóðhátíðardegi, árin 1948, 1953, 1957, 1961, 1962, 1963, 1973 og 1981.

Þurru árin dreifast yfirleitt á allt 70 ára tímabilið og engin regla sýnileg önnur en sú að 17. júní hefur reynst frekar vætusamur um dagana. Það bregður þó út af þessu á árunum 1948-1954, að undanteknu árinu 1949, þegar höfuðstaðarbúar hafa getað notið þurrviðris 17. júní allmörg ár í röð!

Þá eru ótalin 53 ár þar sem einhver úrkoma mældist, stundum aðeins vottur, stundum talsverð og sum árin mikil eins og búast má við. Eftirtalin 10 ár rigndi mest í Reykjavík, raðað eftir úrkomumagni: 2014, 1988, 2000, 2006, 1984, 1979, 1945, 1995, 2001 og 1969. Greina má breytingu á tímabilinu: átta hinna tilgreindu ára eru frá síðara helmingi 70 ára lýðveldisskeiðsins.

Niðurstaðan er því sú að líklegt sé að þörf verði á hlífðarfötum, regngallanum eða regnhlífinni þegar sungið verður næst „það er kominn 17. júní“!

Mynd:

...