Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?

Svavar Sigmundsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðina fyrir innan. Er verið að vísa í svipaðan hlut þegar talað er um Ísafjarðardjúp og Grindavíkurdjúp?

Í Landnámabók er sagt frá Þuríði sundafylli sem nam Bolungarvík. Þar segir: „Hon setti ok Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi ok tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði.“ (Ísl. fornrit I,186). Kvíarmið er talið hafa verið undan Stigahlíð og eru þar enn þekkt mið kennd við Kví. Greinilegt er að átt er aðeins við sjávardjúpið út af Ísafirði, sem þá hefur verið nafnið á öllum firðinum, en nú venjulega nefnt Ísafjarðardjúp. Þegar talað er um hvern bónda í Ísafirði er átt við bændur í kringum núverandi Ísafjarðardjúp. Á tíma Landnámuskrifa hefur Ísafjarðardjúp því verið hliðstætt Grindavíkurdjúpi. Önnur dæmi um Ísafjarðardjúp í fornum textum eru í Sturlungu (til dæmis Þórðar sögu kakala) (II,51).

Stóri fjörðurinn sem gengur inn í norðvestanverðan Vestfjarðarkjálkann var fyrir langa löngu nefndur Ísafjörður en hefur öldum saman gengið undir heitinu Ísafjarðardjúp. Ísafjörður er nú aðeins notað um innsta fjörðinn sem gengur inn úr Ísafjarðardjúpi og svo um byggðina sem stendur við Skutulsfjörð.

Einhvern tíma frá ritunartíma Landnámabókar og til 1710 þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er samin fer Ísafjarðardjúp að merkja meginhluta Ísafjarðar. Um Vigur segir til dæmis í Jarðabókinni: „Þetta er umflotin ey, sem liggur á Ísafjarðardjúpi fram undan Skötufjarðar mynni.“ (VII,203).

Leifar af gamalli notkun nafnsins finnast þó enn í Jarðabókinni: „Þessi jörð, Reykjarfjörður, og hinar hjer eftirskrifaðar eru við Ísafjörð.“ (VII,219). „Drángar. Kirkjujörð frá Vatnsfirði við Ísafjörð á Vestfjörðum.” (VII,322).

Björn Gunnlaugsson lætur nafnið Ísafjarðardjúp ná um allan hinn forna Ísafjörð á Íslandskorti sínu 1849. Nú er nafnið Ísafjörður aðeins haft um innsta hluta hins forna Ísafjarðar eins og kunnugt er. Á nútímakortum er misjafnt hvernig nafnið Ísafjarðardjúp er sett. Á korti Íslandsatlas 2015 (kort 18) er það aðeins látið ná inn á móts við Óshlíð sem er í ætt við forna notkun nafnsins.

Hvort kaupstaðarnafnið Ísafjörður sem danskir kaupmenn festu í sessi í Skutulsfirði hefur ýtt undir nafnið Ísafjarðardjúp enn frekar skal ósagt látið.

Heimildir og mynd:

  • Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók VII. Kaupmannahöfn 1940.
  • Björn Gunnlaugsson, Uppdráttr Íslands. Kaupmannahöfn 1849. Íslandsatlas. Reykjavík 2015.
  • Landnámabók. Íslensk fornrit I. Reykjavík 1968.
  • Sturlunga saga I-II. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. Reykjavík 1946.
  • Kort: Grunnur fengin úr Kortasjá Landmælinga Íslands en heiti sett inn af ritstjórn Vísindavefsins.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

22.11.2016

Spyrjandi

Erlendur Guðmar Gíslason

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2016, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72520.

Svavar Sigmundsson. (2016, 22. nóvember). Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72520

Svavar Sigmundsson. „Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2016. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72520>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðina fyrir innan. Er verið að vísa í svipaðan hlut þegar talað er um Ísafjarðardjúp og Grindavíkurdjúp?

Í Landnámabók er sagt frá Þuríði sundafylli sem nam Bolungarvík. Þar segir: „Hon setti ok Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi ok tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði.“ (Ísl. fornrit I,186). Kvíarmið er talið hafa verið undan Stigahlíð og eru þar enn þekkt mið kennd við Kví. Greinilegt er að átt er aðeins við sjávardjúpið út af Ísafirði, sem þá hefur verið nafnið á öllum firðinum, en nú venjulega nefnt Ísafjarðardjúp. Þegar talað er um hvern bónda í Ísafirði er átt við bændur í kringum núverandi Ísafjarðardjúp. Á tíma Landnámuskrifa hefur Ísafjarðardjúp því verið hliðstætt Grindavíkurdjúpi. Önnur dæmi um Ísafjarðardjúp í fornum textum eru í Sturlungu (til dæmis Þórðar sögu kakala) (II,51).

Stóri fjörðurinn sem gengur inn í norðvestanverðan Vestfjarðarkjálkann var fyrir langa löngu nefndur Ísafjörður en hefur öldum saman gengið undir heitinu Ísafjarðardjúp. Ísafjörður er nú aðeins notað um innsta fjörðinn sem gengur inn úr Ísafjarðardjúpi og svo um byggðina sem stendur við Skutulsfjörð.

Einhvern tíma frá ritunartíma Landnámabókar og til 1710 þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er samin fer Ísafjarðardjúp að merkja meginhluta Ísafjarðar. Um Vigur segir til dæmis í Jarðabókinni: „Þetta er umflotin ey, sem liggur á Ísafjarðardjúpi fram undan Skötufjarðar mynni.“ (VII,203).

Leifar af gamalli notkun nafnsins finnast þó enn í Jarðabókinni: „Þessi jörð, Reykjarfjörður, og hinar hjer eftirskrifaðar eru við Ísafjörð.“ (VII,219). „Drángar. Kirkjujörð frá Vatnsfirði við Ísafjörð á Vestfjörðum.” (VII,322).

Björn Gunnlaugsson lætur nafnið Ísafjarðardjúp ná um allan hinn forna Ísafjörð á Íslandskorti sínu 1849. Nú er nafnið Ísafjörður aðeins haft um innsta hluta hins forna Ísafjarðar eins og kunnugt er. Á nútímakortum er misjafnt hvernig nafnið Ísafjarðardjúp er sett. Á korti Íslandsatlas 2015 (kort 18) er það aðeins látið ná inn á móts við Óshlíð sem er í ætt við forna notkun nafnsins.

Hvort kaupstaðarnafnið Ísafjörður sem danskir kaupmenn festu í sessi í Skutulsfirði hefur ýtt undir nafnið Ísafjarðardjúp enn frekar skal ósagt látið.

Heimildir og mynd:

  • Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók VII. Kaupmannahöfn 1940.
  • Björn Gunnlaugsson, Uppdráttr Íslands. Kaupmannahöfn 1849. Íslandsatlas. Reykjavík 2015.
  • Landnámabók. Íslensk fornrit I. Reykjavík 1968.
  • Sturlunga saga I-II. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. Reykjavík 1946.
  • Kort: Grunnur fengin úr Kortasjá Landmælinga Íslands en heiti sett inn af ritstjórn Vísindavefsins.

...