Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvaða fjörð er Ísafjarðarbær?

Stefán Ingi Valdimarsson

Ísafjarðarkaupstaður stendur við Skutulsfjörð sem er einn fjarðanna sem ganga til suðurs frá Ísafjarðardjúpi. Ísafjarðarbær nefnist hins vegar sameinað sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum og þar eru þéttbýlisstaðirnir Ísafjörður við Skutulsfjörð, Þingeyri við Dýrafjörð, Flateyri við Önundarfjörð og Suðureyri við Súgandafjörð og auk þess Mýrahreppur og Mosvallahreppur.

Staðurinn þar sem Ísafjarðarkaupstaður er nefndist áður Eyri við Skutulsfjörð. Erlendum sjómönnum féll Skutulsfjarðarnafnið illa í munni og því er þessi nafnbreyting til komin. Fjörðurinn Ísafjörður er hins vegar innsti fjörðurinn í Ísafjarðardjúpi.

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

19.3.2000

Spyrjandi

Kári Logason, fæddur 1988

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson. „Við hvaða fjörð er Ísafjarðarbær?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=256.

Stefán Ingi Valdimarsson. (2000, 19. mars). Við hvaða fjörð er Ísafjarðarbær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=256

Stefán Ingi Valdimarsson. „Við hvaða fjörð er Ísafjarðarbær?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=256>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvaða fjörð er Ísafjarðarbær?
Ísafjarðarkaupstaður stendur við Skutulsfjörð sem er einn fjarðanna sem ganga til suðurs frá Ísafjarðardjúpi. Ísafjarðarbær nefnist hins vegar sameinað sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum og þar eru þéttbýlisstaðirnir Ísafjörður við Skutulsfjörð, Þingeyri við Dýrafjörð, Flateyri við Önundarfjörð og Suðureyri við Súgandafjörð og auk þess Mýrahreppur og Mosvallahreppur.

Staðurinn þar sem Ísafjarðarkaupstaður er nefndist áður Eyri við Skutulsfjörð. Erlendum sjómönnum féll Skutulsfjarðarnafnið illa í munni og því er þessi nafnbreyting til komin. Fjörðurinn Ísafjörður er hins vegar innsti fjörðurinn í Ísafjarðardjúpi....