Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2250 svör fundust
Hver fann upp ritvélina og hvenær var það?
Tilkoma ritvélarinnar, líkt og margra annarra uppfinninga, átti sér langa sögu og því hefur til dæmis verið haldið fram að einhvers konar ritvél hafi verið fundin upp 52 sinnum! Eitt helsta markmið ritvélarinnar var að gera fólki kleift að skrifa hraðar en mögulegt var með pennan einan að vopni. Árið 1714 fékk...
Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?
Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...
Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...
Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?
Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst um heiminn og benda gögn til að smitið hafi borist frá dýrum í menn í Kína undir lok síðasta árs. Fyrstu tilfelli óvenjulegrar lungnabólgu voru greind af lækninum Jixian Zhang á HICWM-spítalanum í Wuhan (e. Hubei Integrated Chinese and Western Medicine Hospital) þann 26. de...
Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?
Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar. Fyrs...
Hvernig er majónes búið til?
Majónes er ýrulausn (feitiupplausn eða þeytulausn) sem á ensku er kallað "emulsion." Þetta á við um efni þar sem fitukúlur eru dreifðar í vatnsfasa eða vatnskúlur dreifðar í fitufasa. Majónes er 80% feit vara og fólk ætti því að neyta þess í hófi. Majónes er óvenjuleg matvara því að fitan myndar dreifða fasann í ý...
Af hverju erum við í nærbuxum? Er það félagslegt eða vegna þæginda?
Nærbuxur hafa væntanlega þróast fyrst sem hlífðarfatnaður, en öðlast síðan táknræna merkingu með ýmsum hætti í tímans rás. Mannfræðingar hafa í rannsóknum sínum fundið og sagt frá fjölmörgum þjóðflokkum víðs vegar um heim, sem ganga um án þess að fara í buxur eða skýlu. Því verður ekki sagt að nærbuxnan...
Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?
Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættu...
Gera Íslendingar tilkall til allra nýrra eyja sem gætu myndast á Mið-Atlantshafshryggnum?
Nei, íslenska ríkið hefur ekki gert slíkt tilkall. Íslenska landhelgin er, samkvæmt 1. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, mörkuð af línu sem nær 12 sjómílur út frá svokölluðum grunnlínum. Innan grunnlínanna eru flóar og firðir landsins. Íslenska ríkið hefur fullveldisrétt yfir landhel...
Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?
Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...
Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?
Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem e...
Hvað er svokallað glæpagen, og hver eru einkenni þess?
Leitin að fædda afbrotamanninum er orðin löng og ströng. Fyrsta uppgötvunin sem þótti benda til að glæpahegðan væri arfbundin kom frá ítalska fangelsislækninum Cesare Lombroso árið 1876. Hann taldi á grundvelli athugana sinna að fangar hefðu líffræðileg einkenni sem gerðu þá frábrugðna öðrum borgurum og skýrðu afb...
Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?
Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...
Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?
Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar ...
Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi?
Í líkindareikningi, sem og öðrum greinum stærðfræðinnar, er upphrópunarmerkið notað á eftir tölu til að tákna margfeldi tölunnar sem það stendur við og allra náttúrulegra talna sem eru minni en talan sjálf. Táknið er lesið „hrópmerkt“ þannig að n! er sagt vera n hrópmerkt. Um þetta gildir til dæmis:3! = 3 · 2 · 1 ...