Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 911 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvernig verður framtíðin?

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...

category-iconHeimspeki

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?

Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...

category-iconHugvísindi

Hvað gerði Japaninn Hideki Tojo í seinni heimsstyrjöldinni?

Hideki Tojo (東条英機) (1884-1948) var japanskur hershöfðingi sem gegndi einnig stöðu forsætisráðherra Japans á árunum 1941 til 1944. Hann var dæmdur til dauða af stríðsglæpadómstólnum í Tókýó og hengdur þann 23. desember 1948. Hideki Tojo fæddist í Tókýó þann 30. desember 1884. Faðir ha...

category-iconHeimspeki

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var lífið í gamla daga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvernig var lífið hjá sveitafólki og þrælum á Íslandi í gamla daga? Einfalda svarið er auðvitað: ömurlegt. Í húsum var í besta lagi hálfdimmt – ekkert rafmagn – og oft kalt – engin hitaveita. Hvorki voru vatnssalerni né böð í húsum fólks og koppar undir rúmum svo að stundum h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?

Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...

category-iconHeimspeki

Hver var Voltaire og hver var framlag hans til heimspekinnar?

François-Marie Arouet er betur þekktur undir höfundarnafni sínu, Voltaire. Á fyrri hluta átjándu aldar tengdi fólk nafnið fyrst og fremst við ljóð- og leikritaskáldið sem var í senn erkióvinur og uppáhald franskrar hirðar, en í dag er hans frekar minnst fyrir sagnfræði- og heimspekileg ritverk sín. Mörg verka hans...

category-iconHeimspeki

Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?

Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru á Suðurskautslandinu?

Þessi spurning er nokkuð víðfeðm en hér er gert ráð fyrir að spyrjandi sé að falast eftir upplýsingum um dýr sem finnast á þurrlendi Suðurskautslandsins. Hér verður því ekki fjallað um dýralíf í grunnsævinu umhverfis Suðurskautslandið og heldur ekki sagt frá dýralífinu á eyjum umhverfis þetta mikla landflæmi. Þ...

category-iconLæknisfræði

Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?

Margir hafa spurt Vísindavefinn um Karíus og Baktus og hér verður öllum spurningum sem hafa borist um þá félaga svarað. Karíus og Baktus er vel þekkt barnabók eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner (1912-1990). Hún kom fyrst út á frummálinu árið 1949 og heitir eftir agnarsmáum aðalpersónunum sem lifa í tönnum...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær var konum leyft að spila fótbolta?

Á Vesturlöndum hefur konum ekki beinlínis verið bannað að spila fótbolta en á síðustu öld var þeim lengi vel gert það mjög erfitt fyrir. Eins og fram kemur í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hver fann upp fótboltann? hefur einhvers konar leikur tveggja liða sem gengur út á að koma knetti í mark verið þek...

category-iconHeimspeki

Hvað er tegundahyggja?

Nýlega hefur farið fram mikil umræða á heimilinu um hvort snerta megi álmtré í garðinum. Ég hef verið sá sem staðið hefur með trénu á meðan aðrir vilja meiri birtu í garðinn. Ein meginröksemd andstæðinga minna á heimilinu er að ég hafi gengið harðast fram við að fækka ösp í garðinum. Spurningar hafa því eðlilega v...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Miðjarðarhaf til?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta sniglar lifað það af að missa hausinn?

Stutta svarið er já, vissar tegundir sæsnigla lifa þetta af. Eða réttara sagt, hausinn lifir af og endurmyndar nýjan líkama. Þekkt er að tré missa lauf og greinar án vandræða en dýr missa yfirleitt ekki líkamsparta án aukaverkana. Undantekningarnar eru reyndar nokkrir hópar dýra sem missa líffæri, til dæmis de...

Fleiri niðurstöður