Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið?Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (trías-tímabil) tók Pangæa að klofna, fyrst í tvennt (Norður- og Suðurálfu = Laurasíu og Gondwanaland) en síðar í fleiri hluta. Við gliðnunina opnaðist haf úr vestri (1. mynd) sem við frekari þróun varð Atlantshaf og Karíbahaf, og úr austri milli (núverandi) Afríku og Evrasíu. Hafið milli Evrasíu og Afríku, einhvers konar „frum-Miðjarðarhaf“, nefna jarðfræðingar Tethys. Afríka var, og er enn, á reki til norðurs, og nálægt mótum krítar- og tertíer-tímabilanna, fyrir 65 m.á., lokaði Arabíuskaginn (partur af Afríku) austurenda Tethys en vesturendinn hélst opinn til Atlantshafs.

1. mynd: Á tríastímabili klofnaði Pangæa í Laurasíu og Gondwanaland. Undir lok krítartímabils losnaði Arabíu-smáflekinn af NA-horni Afríku þegar Rauðahaf opnaðist, rak til norðurs og lokaði austurenda Tethys.

2. mynd: Botn Miðjarðarhafs skiptst í nokkur djúpsvæði (yfir 3000 m) með grynnri „þröskuldum“ á milli. Raunverulegur úthafsbotn (basalt) finnst aðeins á djúpsvæðunum, að öðru leyti er hafsbotninn hluti ýmissa meginlandsfleka. Eyjarnar Sardinía og Korsíka tilheyra t.d Harz-fellingunni sem reis þegar Gondwanaland og Laurasía runnu saman í Pangæu á kola- og permtímabilinu, fyrir 250 m.á. Leifar Tethys-hafsbotnsins er aðeins að finna í SA-horni Miðjarðarhafs en basaltbotninn í vesturendanum er „nýmyndun“.
- ^ Messinian salinity crisis - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).
- ^ Zanclean flood - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).
- ^ Sumir telja innstreymið hafa tekið allt að 10.000 ár.
- ^ Meðal dæma eru hinn smávaxni síðasti loðfíll (Mammuthus primigenius) sem dó út á St. Paul Island í Alaska fyrir 6000 árum, og dvergmennið Homo florensis sem dó út á eynni Flores á ísöld. Sjá annars Insular dwarfism - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).
- Laurasia-Gondwana.svg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Lennart Kudling. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Birt undir Creative Commons Attribution 3.0 Unported leyfi. (Sótt 4.11.2020).
- Mediterranean Sea Bathymetry map.svg - Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0 International leyfi. (Sótt 4.11.2020).
- Myndband: Zanclean Flood of the Mediterranean in Sicily - computer animation - Youtube. Höfundur: Daniel Garcia-Castellanos. (Sótt 5.11.2020).