Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?

Jón Már Halldórsson

Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 tegundir antilópa í um það bil 30 ættkvíslum.

Dæmi um antilópur eru þær þrjár tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Neotragus eða eiginlegum antilópum. Þær eru moskusantilópa (Neotragus moschatus), þumalína (Neotragus pygmeus) og dvergantilópa (Neotragus batesi).

Dvergantilópa (Neotragus batesi)

Dvergantilópan finnst í skóglendi mið- og vesturhluta Afríku, frá Nígeríu austur til Úganda. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta afar smá antílópa, frá 2-3 kg að þyngd og 50-57 cm á lengd. Karldýrin helga sér óðal í þéttum skóginum og lyktarmerkja til að fæla frá önnur karldýr. Óðölin eru um 2-4 hektarar á stærð. Kvendýrin eru hin vegar ekki eins svæðisbundin og halda sig oft í smáum hópum. Karldýrin reyna að laða kvendýrin að óðölum sínum á fengitíma með einhvers konar nefhljóði, en annað áberandi hljóð sem þau gefa frá sér er stutt kvelt gelt þegar þau flýja.

Helsta fæða dvergantilópunnar eru lauf, ávextir og sveppir og sækja þau í ávaxtarækt mannanna og eru því á ýmsum svæðum talin vera meindýr, þó heildartjón af þeirra völdum sé ekki mikið. Þau eru ennfremur veidd kjötsins vegna, en það er talið vera ágætis matur en helst til of þurrt. Dvergantilópu hefur fækkað talsvert á undanförnum árum þar sem stórum hluta heimkynna þeirra hefur verið umbreytt í akra og plantekrur.

Moskusantilópa (Neotragus moschatus)

Moskusantilópa finnst einungis við suðausturströnd Afríku frá Kenýa suður til Natal í Suður-Afríku. Deilitegund hennar finnst ennfremur á eyjunni Zanzibar undan ströndum Tanzaníu. Moskusantilópan er nokkuð stærri en dvergantilópan eða um 4-6 kg að þyngd og er því stærst þessara þriggja antilóputegunda. Kjörsvæði hennar eru þéttir skógar með miklum lággróðri í fjallahéruðum eða í við ár og vötn á láglendi.



Moskusantilópa (Neotragus moschatus)

Líkt og hjá dvergantilópunni helga karldýrin sér óðal upp á þrjá hektara og marka þá með sterkri moskuslykt sem dýrin draga nafn sitt af. Moskusantilópur eru næturdýr og því afar erfitt að koma auga á þau. Helstu óvinir þessarar antilópu fyrir utan mennina eru stórir snákar ásamt hlébörðum og öðrum stórvöxnum köttum sem geta athafnað sig í þéttu skóglendi.

Rannsóknir hafa sýnt að moskusantílópan heldur sig yfirleitt nærri sykes-marköttum (Cercopithecus mitis albogularis) og rauðkollum (Colobus badius) sem eru líklegir til að missa ávexti og fleira matarkyns niður á skógarbotninn sem moskusantílópan nýtur góðs af.

Tegundin telst ekki vera í útrýmingarhættu en staðan er misgóð eftir svæðum. Í Suður-Afríku er tegundin flokkuð sem viðkvæm (e. vulnerable) samkvæmt IUCN en er ekki talin vera í hættu í Zimbabwe og Mozambique. Helstu ógnanir tegundarinnar er búsvæða-eyðing og veiðar sérstaklega gildruveiðar.



Þumalína(Neoragus pygmeus)

Þumalína (Neotragus pygmeus)

Þumalína lifir við strendur vesturhluta Afríku og hefur fundist innan landamæra Ghana, Fílabeinsstrandarinnar, Guinea, Líberíu og Sierra Leone. Þetta er skógardýr líkt og hinar antilópurnar tvær og er hana helst að finna í þéttum regnskógum. Líffræðingar telja að þumalína og dvergantilópa hafi aðskilist í tvær ólíkar tegundir fyrir aðeins nokkur þúsund árum síðan og eru þessar tegundir því náskyldar. Þumalínan lifir helst á ferskum laufblöðum og öðrum nýgræðlingum. Fullorðin dýr eru sambærileg að stærð og meðal dvergantilópa eða um 3 kg og rúmlega 50 cm á lengd.

Þumalína telst ekki vera í mikilli hættu og samkvæmt nýlegu stofnstærðarmati telur tegundin um 60 þúsund dýr. Þumalínan er hins vegar “feimin” líkt og hinar eiginlegu antilópurnar tvær og því gæti verið um talsvert vanmat að ræða.

Sem dæmi um fleiri antilópur má nefna ættkvíslina Antilope. Innan hennar er aðeins ein tegund, svartbukki (Antilope cervicapra).



Svartbukkar (Antilope cervicapra)

Svartbukki (Antilope cervicapra)

Þessi tegund er mun stærri en hinar smáu tegundir Neotragus ættkvíslarinnar. Þær gvega um 33-45 kg og eru allt að 85 cm á herðakamb. Heimkynni þeirra eru í Pakistan og á Indlandi á gresjum og eyðilegu svæðum (e. semi deserts). Þó þetta sé algengasti villti grasbítur þessara landa þá hefur svartbukkanum fækkað umtalsvert vegna útbreiðslu akuryrkjusvæða. Tegundin er þó ekki talin í hættu enn sem komið er.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Bates, R.D. 1991. The Behavior Guide to African Mammals. University of California Press, Los Angeles.
  • Nowak, R. 1999. Walker's Mammals of the World. Baltomore, Maryland: The Johns Hopkins University Press.
  • Owen, J. 1973. Behavior and diet of a captive royal antelope, Neotragus pygmaeus L. Mammalia; 37: 56-65.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.7.2006

Spyrjandi

Guðmundur Óskar, f. 1995
Ingibjörg Viktoría, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6043.

Jón Már Halldórsson. (2006, 1. júlí). Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6043

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6043>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?
Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 tegundir antilópa í um það bil 30 ættkvíslum.

Dæmi um antilópur eru þær þrjár tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Neotragus eða eiginlegum antilópum. Þær eru moskusantilópa (Neotragus moschatus), þumalína (Neotragus pygmeus) og dvergantilópa (Neotragus batesi).

Dvergantilópa (Neotragus batesi)

Dvergantilópan finnst í skóglendi mið- og vesturhluta Afríku, frá Nígeríu austur til Úganda. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta afar smá antílópa, frá 2-3 kg að þyngd og 50-57 cm á lengd. Karldýrin helga sér óðal í þéttum skóginum og lyktarmerkja til að fæla frá önnur karldýr. Óðölin eru um 2-4 hektarar á stærð. Kvendýrin eru hin vegar ekki eins svæðisbundin og halda sig oft í smáum hópum. Karldýrin reyna að laða kvendýrin að óðölum sínum á fengitíma með einhvers konar nefhljóði, en annað áberandi hljóð sem þau gefa frá sér er stutt kvelt gelt þegar þau flýja.

Helsta fæða dvergantilópunnar eru lauf, ávextir og sveppir og sækja þau í ávaxtarækt mannanna og eru því á ýmsum svæðum talin vera meindýr, þó heildartjón af þeirra völdum sé ekki mikið. Þau eru ennfremur veidd kjötsins vegna, en það er talið vera ágætis matur en helst til of þurrt. Dvergantilópu hefur fækkað talsvert á undanförnum árum þar sem stórum hluta heimkynna þeirra hefur verið umbreytt í akra og plantekrur.

Moskusantilópa (Neotragus moschatus)

Moskusantilópa finnst einungis við suðausturströnd Afríku frá Kenýa suður til Natal í Suður-Afríku. Deilitegund hennar finnst ennfremur á eyjunni Zanzibar undan ströndum Tanzaníu. Moskusantilópan er nokkuð stærri en dvergantilópan eða um 4-6 kg að þyngd og er því stærst þessara þriggja antilóputegunda. Kjörsvæði hennar eru þéttir skógar með miklum lággróðri í fjallahéruðum eða í við ár og vötn á láglendi.



Moskusantilópa (Neotragus moschatus)

Líkt og hjá dvergantilópunni helga karldýrin sér óðal upp á þrjá hektara og marka þá með sterkri moskuslykt sem dýrin draga nafn sitt af. Moskusantilópur eru næturdýr og því afar erfitt að koma auga á þau. Helstu óvinir þessarar antilópu fyrir utan mennina eru stórir snákar ásamt hlébörðum og öðrum stórvöxnum köttum sem geta athafnað sig í þéttu skóglendi.

Rannsóknir hafa sýnt að moskusantílópan heldur sig yfirleitt nærri sykes-marköttum (Cercopithecus mitis albogularis) og rauðkollum (Colobus badius) sem eru líklegir til að missa ávexti og fleira matarkyns niður á skógarbotninn sem moskusantílópan nýtur góðs af.

Tegundin telst ekki vera í útrýmingarhættu en staðan er misgóð eftir svæðum. Í Suður-Afríku er tegundin flokkuð sem viðkvæm (e. vulnerable) samkvæmt IUCN en er ekki talin vera í hættu í Zimbabwe og Mozambique. Helstu ógnanir tegundarinnar er búsvæða-eyðing og veiðar sérstaklega gildruveiðar.



Þumalína(Neoragus pygmeus)

Þumalína (Neotragus pygmeus)

Þumalína lifir við strendur vesturhluta Afríku og hefur fundist innan landamæra Ghana, Fílabeinsstrandarinnar, Guinea, Líberíu og Sierra Leone. Þetta er skógardýr líkt og hinar antilópurnar tvær og er hana helst að finna í þéttum regnskógum. Líffræðingar telja að þumalína og dvergantilópa hafi aðskilist í tvær ólíkar tegundir fyrir aðeins nokkur þúsund árum síðan og eru þessar tegundir því náskyldar. Þumalínan lifir helst á ferskum laufblöðum og öðrum nýgræðlingum. Fullorðin dýr eru sambærileg að stærð og meðal dvergantilópa eða um 3 kg og rúmlega 50 cm á lengd.

Þumalína telst ekki vera í mikilli hættu og samkvæmt nýlegu stofnstærðarmati telur tegundin um 60 þúsund dýr. Þumalínan er hins vegar “feimin” líkt og hinar eiginlegu antilópurnar tvær og því gæti verið um talsvert vanmat að ræða.

Sem dæmi um fleiri antilópur má nefna ættkvíslina Antilope. Innan hennar er aðeins ein tegund, svartbukki (Antilope cervicapra).



Svartbukkar (Antilope cervicapra)

Svartbukki (Antilope cervicapra)

Þessi tegund er mun stærri en hinar smáu tegundir Neotragus ættkvíslarinnar. Þær gvega um 33-45 kg og eru allt að 85 cm á herðakamb. Heimkynni þeirra eru í Pakistan og á Indlandi á gresjum og eyðilegu svæðum (e. semi deserts). Þó þetta sé algengasti villti grasbítur þessara landa þá hefur svartbukkanum fækkað umtalsvert vegna útbreiðslu akuryrkjusvæða. Tegundin er þó ekki talin í hættu enn sem komið er.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Bates, R.D. 1991. The Behavior Guide to African Mammals. University of California Press, Los Angeles.
  • Nowak, R. 1999. Walker's Mammals of the World. Baltomore, Maryland: The Johns Hopkins University Press.
  • Owen, J. 1973. Behavior and diet of a captive royal antelope, Neotragus pygmaeus L. Mammalia; 37: 56-65.
...