Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerði Japaninn Hideki Tojo í seinni heimsstyrjöldinni?

Hrannar Baldvinsson

Hideki Tojo (東条英機) (1884-1948) var japanskur hershöfðingi sem gegndi einnig stöðu forsætisráðherra Japans á árunum 1941 til 1944. Hann var dæmdur til dauða af stríðsglæpadómstólnum í Tókýó og hengdur þann 23. desember 1948.

Hideki Tojo fæddist í Tókýó þann 30. desember 1884. Faðir hans var hershöfðingi svo hermennska var sennilega það sem lá beinast fyrir honum. Hann útskrifaðist úr herskóla 1915 og hóf störf í hernum sem höfuðsmaður. Árið 1919 var hann sendur til Evrópu á vegum utanríkisþjónustunnar og dvaldi fyrst í Sviss en síðar meir einnig í Þýskalandi. Tojo heillaðist af Þýskalandi og varð seinna meir mikill aðdáandi nasista.


Barnabarn Hideki Tojo með mynd af afa sínum.

Þegar Tojo sneri aftur til Japans árið 1922 var hann gerður að kennara í herskóla. Á þeim árum varð Tojo einn helsti áhrifamaður hins svokallaða Tousei-ha hóps (統制派) innan hersins, sem var hópur íhaldssamra eða hófsamra afla innan hersins. Það sem helst sameinaði hópinn var andstaða hans við hóp róttæklinga sem kallaðist Koudou-ha (皇道派), eða leið keisarans.

Tojo hélt áfram að klífa metorðastigann og árið 1933 var hann gerður að hershöfðingja og hóf störf í varnarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri. Tveimur árum síðar var hann svo sendur til Mansjúríu, sem Japanar höfðu lagt undir sig á árunum 1931-32, og gerður að yfirmanni Kempeitai herlögreglunnar (憲兵隊).

Í febrúar 1936 reyndu róttæklingar innan Koudou-ha fylkingarinnar að ræna völdum. Valdaránið fór út um þúfur og í kjölfarið notaði Tousei-ha fylkingin tækifærið og hreinsaði róttæklinga burt úr hernum. Þeir meðlimir sem eftir voru í Koudou-ha voru tiltölulega hófsamir svo að fylkingarnar tvær sameinuðust nú í eina. Þannig varð Tojo einn af helstu valdamönnum innan hersins.

Japanski herinn hafði allt frá innrás sinni í Mansjúríu árið 1931 smátt og smátt verið að stækka yfirráðasvæði sitt í Norður-Kína og árið 1937 braust út allsherjarstríð milli þjóðanna. Tojo var einn af lykilmönnum Japana í Mansjúríu og var hann afar fylgjandi stríðinu. Hann var síðan kallaður aftur til Tókýó árið 1938 til þess að gegna starfi aðstoðarvarnarmálaráðherra og í október 1941 varð hann svo varnarmálaráðherra. Þegar þarna er komið sögu höfðu Bandaríkjamenn bannað alla sölu á olíu til Japans til þess að reyna að stemma stigu við útþenslunni. Samningar við Bandaríkjamenn höfðu staðið yfir í nokkra mánuði án árangurs og þótt Tojo væri ekki sérstaklega spenntur yfir því að fara í stríð við þá, taldi hann að of seint væri að semja og Japanar ættu því ekki annarra kosta völ.

Forsætisráðherra Japans, Fumimaro Konoe (近衛 文麿) (1891-1945), sem reynt hafði að semja án árangurs sagði af sér þann 16. október 1941. Bjuggust þá flestir við því að Hirohito Japanskeisari myndi velja frænda sinn Higashikuni Naruhiko (東久邇稔彦) til þess að taka við af honum. Keisarinn ákvað þó að velja Tojo í hans stað og er talið að helsta ástæða þess hafi verið að honum hugnaðist ekki að meðlimur keisarafjölskyldunnar bæri ábyrgð á hugsanlegu stríði við Vesturlönd. Samningaviðræðunum var haldið áfram samhliða því að stríðsundirbúningur hófst. Tojo skilaði áætlun um árás á Pearl Harbor til keisarans snemma í nóvember árið 1941 og fékk hana samþykkta. Rétt er þó að taka fram að Tojo samdi ekki áætlunina. Í desember sama ár gaf hann svo út fyrirskipun um árásina sjálfa.

Tojo var forsætisráðherra allt til ársins 1944. Hann gegndi stundum fleiri stöðum samhliða því embætti, til að mynda var hann einnig utanríkisráðherra og menntamálaráðherra um tíma. Á stríðstímanum dró bandaríski herinn upp mynd af honum sem einhvers konar japönskum Hitler. Myndin sem hér sést til hliðar er til að mynda áróðursmynd frá árinu 1942 og sýnir Tojo í líki blóðþyrst villidýrs sem nærist á látnum bandarískum hermanni. Tojo hafði þó aldrei viðlíka vald og Hitler og varð að taka ákvarðanir í samvinnu við aðra meðlimi ríkisstjórnarinnar. Þótt hann hafi verið í forsvari fyrir ríkisstjórnina var hann ekki einvaldur.

Þegar síga fór á ógæfuhliðina hjá Japönum í stríðinu tók gagnrýni á Tojo að magnast bæði innan ríkisstjórnarinnar og hersins. Eftir tap í orrustunni um Saipan var hann svo neyddur til að segja af sér. Þegar Japanar gáfust upp var Tojo í hópi þeirra fyrstu sem ákærðir voru fyrir stríðsglæpi. Bandaríska herlögreglan umkringdi hús hans þann 8. september 1945. Tojo reyndi þá að skjóta sig en kúlan hitti ekki í hjartastað. Hann var síðan dæmdur af stríðsglæpadómstólnum í Tókýó fyrir að hefja stríð gegn fjölmörgum ríkjum auk þess að hafa fyrirskipað grimmilega meðferð á stríðsföngum. Tojo þrætti í fyrstu fyrir ábyrgð sína og sagðist aðeins hafa verið að hlýða skipunum keisarans. Á endanum tók hann þó fulla ábyrgð á gjörðum sínum í stríðinu og var hengdur þann 23. desember 1948.

Margir sagnfræðingar hafa gagnrýnt réttarhöldin og haldið því fram að Hirohito Japanskeisari hafi þar verið hvítþveginn og Tojo þess í stað látinn bera meiri ábyrgð á stríðinu en eðlilegt var. Hvað svo sem til er í því þá er víst að Tojo var alla tíð hlynntur hernaðarútþenslu og bar vegna langrar setu sinnar í stóli forsætisráðherra talsverða ábyrgð á stríðsrekstri Japana.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

B.A. í Austur-Asíu fræðum og ritstjóri Ling Ling

Útgáfudagur

26.1.2009

Spyrjandi

Tómas Shelton, f. 1992

Tilvísun

Hrannar Baldvinsson. „Hvað gerði Japaninn Hideki Tojo í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27175.

Hrannar Baldvinsson. (2009, 26. janúar). Hvað gerði Japaninn Hideki Tojo í seinni heimsstyrjöldinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27175

Hrannar Baldvinsson. „Hvað gerði Japaninn Hideki Tojo í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27175>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerði Japaninn Hideki Tojo í seinni heimsstyrjöldinni?
Hideki Tojo (東条英機) (1884-1948) var japanskur hershöfðingi sem gegndi einnig stöðu forsætisráðherra Japans á árunum 1941 til 1944. Hann var dæmdur til dauða af stríðsglæpadómstólnum í Tókýó og hengdur þann 23. desember 1948.

Hideki Tojo fæddist í Tókýó þann 30. desember 1884. Faðir hans var hershöfðingi svo hermennska var sennilega það sem lá beinast fyrir honum. Hann útskrifaðist úr herskóla 1915 og hóf störf í hernum sem höfuðsmaður. Árið 1919 var hann sendur til Evrópu á vegum utanríkisþjónustunnar og dvaldi fyrst í Sviss en síðar meir einnig í Þýskalandi. Tojo heillaðist af Þýskalandi og varð seinna meir mikill aðdáandi nasista.


Barnabarn Hideki Tojo með mynd af afa sínum.

Þegar Tojo sneri aftur til Japans árið 1922 var hann gerður að kennara í herskóla. Á þeim árum varð Tojo einn helsti áhrifamaður hins svokallaða Tousei-ha hóps (統制派) innan hersins, sem var hópur íhaldssamra eða hófsamra afla innan hersins. Það sem helst sameinaði hópinn var andstaða hans við hóp róttæklinga sem kallaðist Koudou-ha (皇道派), eða leið keisarans.

Tojo hélt áfram að klífa metorðastigann og árið 1933 var hann gerður að hershöfðingja og hóf störf í varnarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri. Tveimur árum síðar var hann svo sendur til Mansjúríu, sem Japanar höfðu lagt undir sig á árunum 1931-32, og gerður að yfirmanni Kempeitai herlögreglunnar (憲兵隊).

Í febrúar 1936 reyndu róttæklingar innan Koudou-ha fylkingarinnar að ræna völdum. Valdaránið fór út um þúfur og í kjölfarið notaði Tousei-ha fylkingin tækifærið og hreinsaði róttæklinga burt úr hernum. Þeir meðlimir sem eftir voru í Koudou-ha voru tiltölulega hófsamir svo að fylkingarnar tvær sameinuðust nú í eina. Þannig varð Tojo einn af helstu valdamönnum innan hersins.

Japanski herinn hafði allt frá innrás sinni í Mansjúríu árið 1931 smátt og smátt verið að stækka yfirráðasvæði sitt í Norður-Kína og árið 1937 braust út allsherjarstríð milli þjóðanna. Tojo var einn af lykilmönnum Japana í Mansjúríu og var hann afar fylgjandi stríðinu. Hann var síðan kallaður aftur til Tókýó árið 1938 til þess að gegna starfi aðstoðarvarnarmálaráðherra og í október 1941 varð hann svo varnarmálaráðherra. Þegar þarna er komið sögu höfðu Bandaríkjamenn bannað alla sölu á olíu til Japans til þess að reyna að stemma stigu við útþenslunni. Samningar við Bandaríkjamenn höfðu staðið yfir í nokkra mánuði án árangurs og þótt Tojo væri ekki sérstaklega spenntur yfir því að fara í stríð við þá, taldi hann að of seint væri að semja og Japanar ættu því ekki annarra kosta völ.

Forsætisráðherra Japans, Fumimaro Konoe (近衛 文麿) (1891-1945), sem reynt hafði að semja án árangurs sagði af sér þann 16. október 1941. Bjuggust þá flestir við því að Hirohito Japanskeisari myndi velja frænda sinn Higashikuni Naruhiko (東久邇稔彦) til þess að taka við af honum. Keisarinn ákvað þó að velja Tojo í hans stað og er talið að helsta ástæða þess hafi verið að honum hugnaðist ekki að meðlimur keisarafjölskyldunnar bæri ábyrgð á hugsanlegu stríði við Vesturlönd. Samningaviðræðunum var haldið áfram samhliða því að stríðsundirbúningur hófst. Tojo skilaði áætlun um árás á Pearl Harbor til keisarans snemma í nóvember árið 1941 og fékk hana samþykkta. Rétt er þó að taka fram að Tojo samdi ekki áætlunina. Í desember sama ár gaf hann svo út fyrirskipun um árásina sjálfa.

Tojo var forsætisráðherra allt til ársins 1944. Hann gegndi stundum fleiri stöðum samhliða því embætti, til að mynda var hann einnig utanríkisráðherra og menntamálaráðherra um tíma. Á stríðstímanum dró bandaríski herinn upp mynd af honum sem einhvers konar japönskum Hitler. Myndin sem hér sést til hliðar er til að mynda áróðursmynd frá árinu 1942 og sýnir Tojo í líki blóðþyrst villidýrs sem nærist á látnum bandarískum hermanni. Tojo hafði þó aldrei viðlíka vald og Hitler og varð að taka ákvarðanir í samvinnu við aðra meðlimi ríkisstjórnarinnar. Þótt hann hafi verið í forsvari fyrir ríkisstjórnina var hann ekki einvaldur.

Þegar síga fór á ógæfuhliðina hjá Japönum í stríðinu tók gagnrýni á Tojo að magnast bæði innan ríkisstjórnarinnar og hersins. Eftir tap í orrustunni um Saipan var hann svo neyddur til að segja af sér. Þegar Japanar gáfust upp var Tojo í hópi þeirra fyrstu sem ákærðir voru fyrir stríðsglæpi. Bandaríska herlögreglan umkringdi hús hans þann 8. september 1945. Tojo reyndi þá að skjóta sig en kúlan hitti ekki í hjartastað. Hann var síðan dæmdur af stríðsglæpadómstólnum í Tókýó fyrir að hefja stríð gegn fjölmörgum ríkjum auk þess að hafa fyrirskipað grimmilega meðferð á stríðsföngum. Tojo þrætti í fyrstu fyrir ábyrgð sína og sagðist aðeins hafa verið að hlýða skipunum keisarans. Á endanum tók hann þó fulla ábyrgð á gjörðum sínum í stríðinu og var hengdur þann 23. desember 1948.

Margir sagnfræðingar hafa gagnrýnt réttarhöldin og haldið því fram að Hirohito Japanskeisari hafi þar verið hvítþveginn og Tojo þess í stað látinn bera meiri ábyrgð á stríðinu en eðlilegt var. Hvað svo sem til er í því þá er víst að Tojo var alla tíð hlynntur hernaðarútþenslu og bar vegna langrar setu sinnar í stóli forsætisráðherra talsverða ábyrgð á stríðsrekstri Japana.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...