Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1010 svör fundust
Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?
Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja...
Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?
Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...
Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?
Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...
Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?
Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...
Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?
Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinna...
Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?
Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...
Hvers vegna gengur sólúrið ekki jafnt yfir árið?
Þetta svar er eins konar framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hversvegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?Svarið felst í stuttu máli í tveimur óskyldum atriðum í hreyfingu jarðarinnar en svo einkennilega vill til að áhrif þeirra eru sambærileg að stærð. Þegar saman kemur ...
Hvað getur þú sagt mér um otur?
Otrar tilheyra ætt marðardýra (Mustelidea) en það er ein stærsta ætt rándýraættbálksins. Dæmi um önnur marðardýr eru hreysikettir, minkar, greifingjar og skúnkar. Otrar eru í reynd 13 tegundir sem skipt er í fjórar ættkvíslir. Sú tegund sem Evrópumenn kannast helst við er evrópski oturinn eða hinn eiginlegi otur (...
Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?
Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...
Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?
Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...
Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er það sem greinir eyju frá landi?Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa? Af hverju er Ástralía ekki eyja?Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja? Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru ...
Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?
Smyrillinn (Falco columbarius), sem hefur einnig verið kallaður dvergfálki eða litli skratti, er ránfugl líkt og fálki eða valur og haförn (Haliaeetus albicilla). Smyrillinn er af ætt fálka og af sömu ættkvísl og fálkinn (Falco rusticoulos). Hann er minnstur allra fálka, aðeins 165 til 295 grömm að þyngd og 29-33 ...
Hver var heilagur Tómas af Aquino?
Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...
Hvað er drómasýki?
Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefn...
Hverjir voru Neró, Cládíus og Calígúla og hvað gerðu þeir sér til frægðar?
Neró og Calígúla voru rómverskir keisarar sem unnu sér það helst til frægðar að þykja óhæfir sem stjórnendur þrátt fyrir ytri gjörvileika, enda biðu þeirra beggja voveifleg örlög á keisarastólnum. Cládíus, sem var keisari á eftir Calígúla en á undan Neró, var hins vegar talinn heimskur á fyrri árum sínum en reyndi...