Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?
Grundvallarsvarið við þessari spurningu kemur í raun fram í stuttu svari við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? en þar segir meðal annars þetta:Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorka...
Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...
Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?
Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...
Hverjir „fundu upp“ π (pí)?
Talan π (pí) er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Mönnum hefur snemma orðið ljóst að þetta hlutfall er hið sama fyrir alla hringi. Í ritum Evklíðs frá því um 300 fyrir Krist er þessi staðreynd sett fram án sönnunar. Í Biblíunni er talan 3 notuð sem gildi á π: „Og Híram gjörði hafið, og var þa...
Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?
Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...
Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?
Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...
Ef fluga er á mælaborði flugvélar og flýgur svo á loft, léttist flugvélin þá sem nemur þyngd flugunnar?
Svarið er nei, miðað við þann útbúnað á flugvélum sem algengastur er. Kraftarnir upp á við sem halda flugunni á flugi inni í flugvélinni koma frá henni og gagntakskraftar þeirra verka á flugvélarskrokkinn niður á við þannig að mæld þyngd flugvélarinnar sem heildar breytist ekki.Í kennslubókum er oft sagt frá vörub...
Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?
Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna. Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gja...
Hvað er fullveldi?
Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...
Hvaða áhrif hefur það á lífið á jörðinni ef ósonlagið hverfur?
Ósonið í ósonlaginu gleypir í sig skaðlega útfjólubláa geislun af flokki B, með bylgjulengd 200 – 300 nm, og hindrar þar með að hún komist að yfirborði jarðar (1 nm eða 1 nanómetri er milljarðasti partur úr metra). Þessi geislun hefur styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós og hver ljóseind er að sama skapi orkumeiri...
Hver fann upp dósaopnarann?
Dósaopnarinn var fundinn upp mörgum árum seinna en dósin sjálf. Breskur kaupmaður að nafni Peter Durand, fann upp dósina árið 1810. Þá var málmurinn í dósinni svo þykkur að helst þurfti hamar og meitil til að opna hana. Dósin þynntist með árunum og þá var hægt að opna hana á þægilegri hátt. Árið 1858 fékk Banda...
Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?
Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...
Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?
Eins og flestir vita hentar vatn yfirleitt vel til þess að slökkva eld. Ástæðan er sú að vatnið kælir bæði eldinn og eldsmatinn ákaflega vel og einnig hindrar vatnið aðgang súrefnis að eldinum. Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu. Það geta allir reynt með því að setja pott með lítra af vatni á eldavélarh...
Hvað gerist ef bíll er á sama hraða og byssukúla ferðast, og maður skýtur úr byssu afturábak? Stoppar kúlan eða heldur hún áfram?
Svarið er í stuttu máli hvorki já eða nei heldur "bæði -- og" því að það fer eftir því hvaðan við horfum á það sem gerist. Hraði kúlunnar miðað við byssuna og þar með bílinn ákvarðast eingöngu af gerð og eðli skots og púðurs. Við reiknum með að byssunni sé haldið fastri miðað við bílinn og skotið sé nákvæmlega ...
Er talan 0,9999999.... = 1?
Já, það er rétt að óendanlega tugabrotið 0,999999... er jafnt 1. En áður en ég útskýri hvernig á því stendur er rétt að segja nokkur orð um hvað meint er með óendanlegum tugabrotum. Merkingu endanlegra tugabrota er einfalt að skilja. Tugabrotið 2,7 táknar 2 heilar einingar og 7 tíundu hluta af einingu. Broti...