Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 526 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifir grænlandshvalur?

GrænlandshvalurGrænlandshvalur er annað heiti á grænlandssléttbak (Balaena mysticetus). Annað heiti yfir hann er norðhvalur. Á enskri tungu kallast þessi hvalur bowhead og vísar það til höfuðlagsins, eða arctic right whale en það nafn er sprottið undan rifjum hvalveiðimanna sem töldu þennan hval vera hinn "rétta",...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?

Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt! Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið krummafótur komið?

Spurningarnar voru upphaflega þessar: Ég er nýbyrjuð að vinna á leikskóla og var þess vegna að velta fyrir mér hvaðan í ósköpunum orðið krummafótur er komið. (Guðjóna Björk) Þegar maður fer með hægri fót í vinstri skó, þá segir maður oft að maður hafi farið í krummafót. Af hverju er það kallað krummafótur? (St...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að doka við?

Í söfnum Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi bæði um nafnorðið dok ‛hik, töf’ og sögnina að doka ‛dunda, hinkra við; móka’ frá því rétt um aldamótin 1800. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er nefnd sögnin dokra (við) og er hún vafalaust tengd fyrrnefndum orðum. Samkvæmt Ís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?

Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Giskað hefur verið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?

Stjörnuþoka er annað orð yfir vetrarbraut (e. galaxy) og hugtakið vísar til þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa loftegunda. Stjörnuþokurnar eru gífurlega stórar. Í einni stjörnuþoku er talið að séu um 100-400 milljarðar stjarna, stundum miklu fleiri. En í einum milljarði eru þúsund milljónir! Í dag telja menn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?

Eignarfornöfn tákna eign einhvers eða umráð hans yfir einhverju. Þau eru minn, þinn og vor. Fornafnið sinn telst afturbeygt eignarfornafn. Afturbeygða eignarfornafnið er notað ef eigandinn er frumlagið í setningu. Dæmi: a) Jón borðaði ísinn sinn. Eigandinn er Jón, Jón er frumlag setningarinnar og sinn er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?

Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er síðnýlendustefna?

Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?

Þegar við tölum um ártöl finnst okkur vafalaust flestum rökrétt að nota orðin „snemma“ um lægri tölu og „seint“ um hærri tölu af því að hærri talan vísar til árs sem kom síðar en árið sem lægri talan vísar til. Þannig var árið 1905 snemma á 20. öld og 1995 seint á 20. öld. Þessu er öfugt farið þegar við tölum um t...

category-iconSálfræði

Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.Spurningin vísar í eftirfarandi o...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jarðhnik?

Orðið jarðhnik kom fram upp úr 1970 og var á sínum tíma tilraun til þýðingar á enska orðinu „tectonics“, en meðal annarra tillagna voru „jarð-ið“ og „jarðmjak.“ Ekkert þessara orða hefur náð verulegri fótfestu, jarðhnik þó helst, en oftast er talað um „tektóník“ eða einfaldlega „jarðskorpuhreyfingar.“ Gallinn við ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heitið á tjaldi?

Ef spyrjandi er að spyrja um latneska heitið á fuglinum tjaldi þá er það Haematopus ostralegus. Á ensku nefnist fuglinn oystercatcher sem merkir sá sem veiðir ostrur. Það vísar sennilega til veiðiatferlis hans suður í Evrópu þar sem ostrur finnast víða. Tjaldur heitir á fræðimáli Haematopus ostralegus. Hér á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?

Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur. Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu. K...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið "heljarskinn"?

Heljarskinn var viðurnefni nokkurra manna til forna. Þannig er Þórólfur heljarskinn nefndur í Vatnsdælu, Geirmundur heljarskinn í Grettis sögu og þeir tvíburabræður Geirmundur og Hámundur heljarskinn í Sturlungu þar sem þessi lýsing er á þeim bræðrum:En þessi er frásögn til þess að þeir voru heljarskinn kallaðir a...

Fleiri niðurstöður