Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 128 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?
Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...
Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?
Sæskjaldbökur kallast allar tegundir skjaldbaka af ættunum Dermochelyidae og Cheloniidae. Ættin Cheloniidea telur 6 tegundir en Dermochelyidae aðeins eina, alls 7 tegundir. Þær lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug. Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea). Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea, e. leather...
Hvers konar dýr eru tapírar?
Tapírar tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) líkt og hestar og nashyrningar. Til eru fjórar tegundir tapíra sem allar tilheyra sömu ættkvíslinni, Tapirus. Tapírar eru á stærð við asna, samanreknir, kubbslegir, með stutta rófu og vega á bilinu 150 – 300 kg. Augljósasta einkenni þeirra er þó stut...
Hvað getið þið sagt mér um flóðsvín?
Lengi vel áttu fræðimenn erfitt með að trúa því að flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris) væru nagdýr, enda eru þau um 60 cm á herðakamb og vega um 50 kg. Fyrst í stað vildu þeir flokka þau í sömu ætt og fíla en eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir virtust þau líkjast villinaggrísum í Suður-Ameríku og þess vegna se...
Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók?
Sú tilraun að setja mentosnammi ofan í flösku af kóki hefur öðlast töluverða frægð með tilkomu netsins. Nægir að nota leitarorðin 'mentos' og 'coke' eða 'soda' í leitarvél eins og Google og fær maður þá fjöldann allan af myndskeiðum sem sýna gosið sprautast upp úr flöskunni. Til að mynda má sjá eitt slíkt á vefsíð...
Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svoan: Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar? Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tí...
Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við Íslendingar með föðurnöfn en fólk á Norðurlöndum með ættarnöfn? Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þót...
Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaða breytur hafa áhrif a tíðni unglingaóléttu? Af hverju er tíðni unglingaóléttu hærri í Bandaríkjunum en Evrópu?Tíðni þungana unglingsstúlkna má skýra út frá margvíslegum sjónarhornum, það er samfélaginu, fjölskyldunni og unglingnum. Samfélagssjónarhornið kemur inn á ski...
Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?
Fræðimönnum ber ekki saman um hver hin eiginlega klámkynslóð sé, það er við hvaða aldur eigi að miða, en almennt er talið að hin svokallaða klámkynslóð sé ungt fólk sem elst upp við klám í umhverfi sínu. Klámið hafi síðan þau áhrif að ungmennin tileinki sér boðskap klámsins og þau viðhorf og lífsgildi sem í því sé...
Hvað er sjónblekking?
Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...
Hvaða spendýr er með minnstu augun?
Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...
Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?
Blóð er flokkað á nokkra mismunandi vegu en af þeim flokkunarkerfum er ABO-kerfið mest notað. Meðal annarra kerfa sem minna eru notuð eru Rhesus- (rh), Duffy-, Kell- og Kidd-kerfin. ABO-blóðflokkakerfið var skilgreint af austurrískum meina- og ónæmisfræðingi sem hét Karl Landsteiner. Hann uppgötvaði kerfið árið 19...
Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?
Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...
Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?
Þegar sár grær myndar líkaminn nýjan trefjabandvef úr kollageni yfir sárið. Örvefurinn líkist bandvefnum umhverfis sárið en er þó ekki alveg eins. Hann inniheldur litlar blóðæðar en skortir fitukirtla og teygjanlegan bandvef. Stundum verða ör óeðlilega þykk og trefjakennd vegna offramleiðslu kollagens. Þetta k...