Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar dýr eru tapírar?

Jón Már Halldórsson

Tapírar tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) líkt og hestar og nashyrningar. Til eru fjórar tegundir tapíra sem allar tilheyra sömu ættkvíslinni, Tapirus.

Tapírar eru á stærð við asna, samanreknir, kubbslegir, með stutta rófu og vega á bilinu 150 – 300 kg. Augljósasta einkenni þeirra er þó stuttur og holdmikill rani, sem er mislangur eftir tegundum.



Brasilíski tapírinn (Tapirus terrestris). Ungar tapírar hafa allir hvítar rákir fyrstu mánuðina líkt og grísir villisvína (Sus scrofa)

Tapírar eignast venjulega eitt afkvæmi í hverjum burði og er meðgöngutíminn um 13-14 mánuðir. Ungarnir eru rákóttir fyrstu mánuðina líkt og grísir villisvína (Sus scrofa). Þeir hætta á spena eftir 10-12 mánuði og verða kynþroska við rúmlega tveggja ára aldur.

Tapírar halda sig í þéttum regnskógum yfir daginn en á nóttunni færa þeir sig á jaðarsvæðin í fæðuleit. Þeir eru jurtaætur og er fæðuvalið fjölbreytt; laufblöð, nýgræðlingar og ávextir af jurtum sem vaxa á skógarbotninum.

Þrjár af fjórum tapírategundunum lifa í Suður-Ameríku en ein tegund finnst í sunnanverðri Asíu.

Brasilíski tapírinn (Tapirus terrestris), sem einnig er kallaður láglendistapír eða fenjatapír, finnst í skóglendi nærri ám í regnskógum Suður-Ameríku; allt frá Kólumbíu og Venesúela til suðurhluta Brasilíu.



Indíánatapír (Tapirus bairdii)

Heimkynni indíánatapírsins (Tapirus bairdii) ná frá Ekvador og öðrum svæðum vestan við Andesfjallgarðinn allt norður til suðurhluta Mexíkó. Útbreiðsla tegundarinnar er orðin æði brotakennd og telja vísindamenn að allt að 70% búsvæða hennar hafi verið eyðilögð. Stofninn er talinn vera innan við 5000 dýr og telst tegundin vera í hættu (e. endangered).

Fjallatapírinn eða hrokkintapírinn (Tapirus pinchaque) lifir í skóg- og graslendi í Andesfjöllum í yfir 2000 metra hæð. Honum hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratugum, einkum vegna röskunar á búsvæðum hans. Hann er alveg horfinn af stórum svæðum í norðurhluta Kólumbíu en finnst ennþá syðst í landinu auk þess að lifa í Ekvador og Perú. Stofninn er nærri 2000 dýr og telja dýrafræðingar að það séu um 20% líkur á að hann deyi út á næstu 20 árum.



Káputapír (Tapirus indicus).

Káputapírinn (Tapirus indicus) er eina tapírtegundin sem lifir villt utan Ameríku. Heimkynni hans eru nokkur ríki í Indókína, svo sem Búrma, Laos, Taíland, Indónesía (Súmatra) og Malasía, en einnig er sennilegt að hann finnist í Kambódíu og Víetnam.

Heildarstofnstærð allra tegunda tapíra hefur minnkað talsvert á undanförnum áratugum og teljast allar tegundirnar vera í hættu (e. endangered eða vulnarable). Það eru aðallega tveir þættir sem skipta þar mestu máli, búsvæðaröskun, þá einna helst vegna mikillar skógareyðingar, og sívaxandi veiðiálag.

Heimildir og myndir:
  • Nowak, R. M. og J. L. Paradiso. 1983. Walker's Mammals of the World, 4. útg. John Hopkins University Press, Baltimore, MD.
  • Wilson, D. E. og D. M. Reeder. 1993. Mammal Species of the World, A Taxonomic and Geographic Reference. 2. útg. Smithsonian Institution Press, Washington.
  • Zookrefeld.de
  • Wikipedia.org
  • Rufford Small Grants for Nature Conservation

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.3.2006

Spyrjandi

Hjalti Ágústsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru tapírar?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5741.

Jón Már Halldórsson. (2006, 29. mars). Hvers konar dýr eru tapírar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5741

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru tapírar?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr eru tapírar?
Tapírar tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) líkt og hestar og nashyrningar. Til eru fjórar tegundir tapíra sem allar tilheyra sömu ættkvíslinni, Tapirus.

Tapírar eru á stærð við asna, samanreknir, kubbslegir, með stutta rófu og vega á bilinu 150 – 300 kg. Augljósasta einkenni þeirra er þó stuttur og holdmikill rani, sem er mislangur eftir tegundum.



Brasilíski tapírinn (Tapirus terrestris). Ungar tapírar hafa allir hvítar rákir fyrstu mánuðina líkt og grísir villisvína (Sus scrofa)

Tapírar eignast venjulega eitt afkvæmi í hverjum burði og er meðgöngutíminn um 13-14 mánuðir. Ungarnir eru rákóttir fyrstu mánuðina líkt og grísir villisvína (Sus scrofa). Þeir hætta á spena eftir 10-12 mánuði og verða kynþroska við rúmlega tveggja ára aldur.

Tapírar halda sig í þéttum regnskógum yfir daginn en á nóttunni færa þeir sig á jaðarsvæðin í fæðuleit. Þeir eru jurtaætur og er fæðuvalið fjölbreytt; laufblöð, nýgræðlingar og ávextir af jurtum sem vaxa á skógarbotninum.

Þrjár af fjórum tapírategundunum lifa í Suður-Ameríku en ein tegund finnst í sunnanverðri Asíu.

Brasilíski tapírinn (Tapirus terrestris), sem einnig er kallaður láglendistapír eða fenjatapír, finnst í skóglendi nærri ám í regnskógum Suður-Ameríku; allt frá Kólumbíu og Venesúela til suðurhluta Brasilíu.



Indíánatapír (Tapirus bairdii)

Heimkynni indíánatapírsins (Tapirus bairdii) ná frá Ekvador og öðrum svæðum vestan við Andesfjallgarðinn allt norður til suðurhluta Mexíkó. Útbreiðsla tegundarinnar er orðin æði brotakennd og telja vísindamenn að allt að 70% búsvæða hennar hafi verið eyðilögð. Stofninn er talinn vera innan við 5000 dýr og telst tegundin vera í hættu (e. endangered).

Fjallatapírinn eða hrokkintapírinn (Tapirus pinchaque) lifir í skóg- og graslendi í Andesfjöllum í yfir 2000 metra hæð. Honum hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratugum, einkum vegna röskunar á búsvæðum hans. Hann er alveg horfinn af stórum svæðum í norðurhluta Kólumbíu en finnst ennþá syðst í landinu auk þess að lifa í Ekvador og Perú. Stofninn er nærri 2000 dýr og telja dýrafræðingar að það séu um 20% líkur á að hann deyi út á næstu 20 árum.



Káputapír (Tapirus indicus).

Káputapírinn (Tapirus indicus) er eina tapírtegundin sem lifir villt utan Ameríku. Heimkynni hans eru nokkur ríki í Indókína, svo sem Búrma, Laos, Taíland, Indónesía (Súmatra) og Malasía, en einnig er sennilegt að hann finnist í Kambódíu og Víetnam.

Heildarstofnstærð allra tegunda tapíra hefur minnkað talsvert á undanförnum áratugum og teljast allar tegundirnar vera í hættu (e. endangered eða vulnarable). Það eru aðallega tveir þættir sem skipta þar mestu máli, búsvæðaröskun, þá einna helst vegna mikillar skógareyðingar, og sívaxandi veiðiálag.

Heimildir og myndir:
  • Nowak, R. M. og J. L. Paradiso. 1983. Walker's Mammals of the World, 4. útg. John Hopkins University Press, Baltimore, MD.
  • Wilson, D. E. og D. M. Reeder. 1993. Mammal Species of the World, A Taxonomic and Geographic Reference. 2. útg. Smithsonian Institution Press, Washington.
  • Zookrefeld.de
  • Wikipedia.org
  • Rufford Small Grants for Nature Conservation
...