Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=


Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea. Í fornöld tóku menn hestinn í sína þjónustu enda er hann auðtaminn. Í dag eru til ótal ræktunarafbrigði af þessu gresjudýri. Í fyrstu notuðu menn hesta sem veiðidýr. Í eina tíð lifðu ættbálkar manna af indóevrópskum uppruna á sléttum sem nú tilheyra sunnanverðu Rússlandi og er talið að þeim hafi fyrst tekist að temja hesta.

Hestar eiga margt sameiginlegt með öðrum sléttugrasbítum. Þeir eru leggjalangir og geta náð miklum hraða og haldið honum lengi, líkt og algengt er meðal gresjudýra sem lifa við sömu vistfræðilegu aðstæður og villihestar gerðu í fyrndinni. Hestar hafa stór augu og mjög vítt sjónskyn. Það gerir þeim kleift að sjá rándýr og flýja í tæka tíð.

Franski dýrafræðingurinn Buffon greifi (1707-1788) kvað einu sinni uppúr að hesturinn væri dýrlegasti sigur mannsins yfir náttúrunni. Þeir voru jarðaðir við hlið Skýþíukonunga og faraóa Forn-Egyptalands. Hestar hafa veitt mörgum listamanninum innblástur, allt frá hellamálverkum frummanna til teikninga ítalska snillingsins Leonardó da Vincis og frá kínverskum höggmyndum fornaldar til nútíma myndlistar.

Þróunarsaga hestsins er einstaklega vel skráð enda hafa leifar hans og áa varðveist vel í jarðlögum. Fræðimenn telja að tegundir af ættinni Equidae hafi fyrst komið fram á Eocene tímabilinu fyrir um 50 milljón árum. Þessi tegund var frekar smávaxið hófdýr sem fræðimenn nefna Hyracotherium en er stundum nefndur Eqippus. Steingerðar leifar þessa frumhests hafa fundist á tempruðum svæðum Norður-Ameríku og Evrópu.



Frumhestararnir voru mjög ólíkir hestum eins og við þekkjum í dag. Hyracotherium var smávaxið dýr, 30-60 cm á hæð, og af tanngarði hans að dæma virðist hann hafa verið frekar ósérhæfður grasbítur, ólíkt nútímahestinum.

Þær meginbreytingar sem urðu á hestum frá frumhestinum Hyracotherium til hesta nútímans eru einkum aukin líkamsstærð, hestarnir urðu leggjalengri, heilinn varð flóknari og stærri, og miklar breytingar urðu einnig á hófum. Nútímahestar hafa eina tá á hverjum fæti ólíkt frumstæðum áum hans. Að lokum má nefna að snoppan lengdist en það er megineinkenni á andlitsfalli nútímahesta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.8.2002

Spyrjandi

Málfríður Kolbeinssdótir
Ásgeir Þórólfsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hestur?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2662.

Jón Már Halldórsson. (2002, 22. ágúst). Hvað er hestur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2662

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hestur?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2662>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hestur?


Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea. Í fornöld tóku menn hestinn í sína þjónustu enda er hann auðtaminn. Í dag eru til ótal ræktunarafbrigði af þessu gresjudýri. Í fyrstu notuðu menn hesta sem veiðidýr. Í eina tíð lifðu ættbálkar manna af indóevrópskum uppruna á sléttum sem nú tilheyra sunnanverðu Rússlandi og er talið að þeim hafi fyrst tekist að temja hesta.

Hestar eiga margt sameiginlegt með öðrum sléttugrasbítum. Þeir eru leggjalangir og geta náð miklum hraða og haldið honum lengi, líkt og algengt er meðal gresjudýra sem lifa við sömu vistfræðilegu aðstæður og villihestar gerðu í fyrndinni. Hestar hafa stór augu og mjög vítt sjónskyn. Það gerir þeim kleift að sjá rándýr og flýja í tæka tíð.

Franski dýrafræðingurinn Buffon greifi (1707-1788) kvað einu sinni uppúr að hesturinn væri dýrlegasti sigur mannsins yfir náttúrunni. Þeir voru jarðaðir við hlið Skýþíukonunga og faraóa Forn-Egyptalands. Hestar hafa veitt mörgum listamanninum innblástur, allt frá hellamálverkum frummanna til teikninga ítalska snillingsins Leonardó da Vincis og frá kínverskum höggmyndum fornaldar til nútíma myndlistar.

Þróunarsaga hestsins er einstaklega vel skráð enda hafa leifar hans og áa varðveist vel í jarðlögum. Fræðimenn telja að tegundir af ættinni Equidae hafi fyrst komið fram á Eocene tímabilinu fyrir um 50 milljón árum. Þessi tegund var frekar smávaxið hófdýr sem fræðimenn nefna Hyracotherium en er stundum nefndur Eqippus. Steingerðar leifar þessa frumhests hafa fundist á tempruðum svæðum Norður-Ameríku og Evrópu.



Frumhestararnir voru mjög ólíkir hestum eins og við þekkjum í dag. Hyracotherium var smávaxið dýr, 30-60 cm á hæð, og af tanngarði hans að dæma virðist hann hafa verið frekar ósérhæfður grasbítur, ólíkt nútímahestinum.

Þær meginbreytingar sem urðu á hestum frá frumhestinum Hyracotherium til hesta nútímans eru einkum aukin líkamsstærð, hestarnir urðu leggjalengri, heilinn varð flóknari og stærri, og miklar breytingar urðu einnig á hófum. Nútímahestar hafa eina tá á hverjum fæti ólíkt frumstæðum áum hans. Að lokum má nefna að snoppan lengdist en það er megineinkenni á andlitsfalli nútímahesta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...