Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra Níels á íslensku.
Til að komast að hinu sanna skiptu ritstjórnarmeðlimir með sér verkum og flettu Línubókum sem þau komust yfir í gríð og erg. Þær rannsóknir skiluðu engu og hvergi var að sjá að hesturinn héti eitthvað. Til þess að vera alveg viss hafði Vísindavefurinn samband við þýðanda bókanna, Sigrúnu Árnadóttur, og spurði hana hvort hún myndi eftir nafninu á hestinum. Hún sagði að eftir því sem hún vissi best hafi Astrid Lindgren höfundur bókanna um Línu aldrei gefið hestinum nafn.
Árvökull ritstjórnarmeðlimur og forfallinn Línuaðdáandi eins og fleiri var þó ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagðist muna eftir kvikmynd um Línu þar sem hesturinn var kallaður einhverju nafni en hann mundi bara ekki hvert það var. Þá náði ritstjórnin í kvikmyndir um Línu til að sjá hvort hesturinn héti eitthvað í þeim. Þá kom í ljós að í mynd sem heitir á sænsku Pippi på rymmen sem mætti útleggja sem Lína strýkur að heiman á íslensku kallar hún á hestinn sinn í eitt sinn með orðunum Kom hit lilla gubben eða komdu hingað litli kall. Á sænsku er lilla gubben (ísl. litli karl eða karlinn minn) eða lilla gumman (ísl. litla kerling eða kerlingin mín) gæluyrði sem oft eru notuð þegar talað er til lítilla barna. Ritstjórnin hefur haft spurnir af því að sumir kalli hestinn einmitt Litla kall* en hvaðan það er komið og hvort líta eigi á það sem sérnafn hestsins treystir ritstjórnin sér ekki til þess að skera úr um.
Skoðið einnig svörin:
Myndina fundum við á sænsku vefsetri um Astrid Lindgren.
*Í teiknimyndinni um Línu gengur hesturinn undir nafninu Dengsi, samkvæmt upplýsingum frá einum lesanda Vísindavefsins.
Helga Sverrisdóttir. „Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2383.
Helga Sverrisdóttir. (2002, 27. ágúst). Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2383
Helga Sverrisdóttir. „Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2383>.