Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var:
Hvers vegna erum við Íslendingar með föðurnöfn en fólk á Norðurlöndum með ættarnöfn?

Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þótt einstaka fjölskylda tæki upp ættarnöfn einkum á 19. öld þegar aukast tók að menn færu utan til náms, einkum til Kaupmannahafnar. Talsvert var sótt í ný ættarnöfn á síðari hluta 19. aldar og fram eftir þeirri 20. Í manntali 1910 voru skráð 297 ættarnöfn. Nokkuð bættist við eftir að lög um mannanöfn voru samþykkt 1913 þar sem ættarnöfn voru heimiluð eftir ákveðnum reglum en sú heimild féll úr gildi með lögum frá 1925 þar sem ráðamenn í landinu vildu að gamli siðurinn, sem hér hafði að mestu haldist frá landnámi, liði ekki undir lok eins og á hinum Norðurlöndunum. Því hefur ekki verið breytt til þessa.

Í Færeyjum var hinn gamli siður ríkjandi fram til 1828 og ættarnöfn báru aðeins þeir sem aðfluttir voru, einkum prestar og embættismenn. Það ár kom tilskipun frá Danmörku um að hér eftir ættu öll börn að fá við skírn eiginnafn og ættarnafn. Tilskipunin gekk í gildi 1832. Fyrir utan nöfn sem enduðu á –sen völdu prestar nöfn sem dregin voru af bóndabæjum eða þorpum. 1904 kom aftur tilskipun um að breyta mætti ættarnöfnum þannig að nýja nafnið, sem valið var, væri verndað og aðrar fjölskyldur mættu ekki nota það. Þessi nýju nöfn voru af mjög margvíslegu tagi. Sumir völdu dönsk eða hálfdönsk nöfn en flestir þó færeysk nöfn. 1992 voru samþykkt færeysk nafnalög og mega menn nú, ef þeir kjósa, kenna sig til föður eða móður með –son eða –dóttir sem bannað var 1828.

Í Færeyjum var hinn gamli siður ríkjandi fram til 1828. Eftir að ættarnöfn voru tekin upp völdu prestar nöfn sem dregin voru af bóndabæjum eða þorpum, auk nafna sem enduðu á –sen. Myndin sýnir Klakksvík (fær. Klaksvík), næststærsta bæ Færeyja.

Elstu heimildir í Danmörku sýna að menn voru kenndir við föður sinn, til dæmis Tole Gorms søn, Eskil Sulkes søn. Um 1400 fer þetta að breytast við það að aðalsfjölskyldur fluttust til Danmerkur frá Þýskalandi. Danskar aðalsfjölskyldur, sem áður höfðu látið sér föðurnöfn nægja, völdu sér nú ættarnöfn og 1526 skyldaði Friðrik konungur I. danskan aðal til að taka upp ættarnöfn. Þegar kom fram á 17. og 18. öld fóru sífelt fleiri af íbúum borga og bæja og meðal embættismanna að taka upp ættarnöfn og þar kom að árið 1828 var gefin út tilskipun um notkun ættarnafna í konungsríkinu Danmörku. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á dönskum nafnalögum en engar í þá átt að leyfa kenningu til föður eða móður.

Í Noregi er sagan svipuð og í Danmörku. Ættarnöfn voru fyrst tekin upp í aðalsfjölskyldum á síðmiðöldum en almenningur kenndi sig við föður eða móður með –son eða –dotter sem á 16. öld sem síðar breyttist smám saman í –sen og –datter. Á 19. öld urðu –sen nöfnin að ættarnöfnum en föður- eða móðurnöfn lifðu áfram í máli almennings. Til viðbótar við föður- eða móðurnöfnin voru valin sem ættarnöfn nöfn á bænum sem viðkomandi fjölskyldan bjó á. Nú nota flestir Norðmenn einungis ættarnöfn.

Meðal íbúa í bæjum og borgum í Svíþjóð fór að bera á ættarnöfnum á 17. öld, oftast tvíkvæðum þar sem síðari liður vísaði til náttúrunnar. Dæmi: -berg, -gren, -lund. Myndin sýnir Grimsta, friðlýst svæði nálægt Stokkhólmi.

Í Svíþjóð er enn sömu sögu að segja. Svíar notuðu föðurnafnakerfið með endingunni –son eða –dotter. Á 16. öld jókst notkun ættarnafna vegna áhrifa frá þýska aðlinum. Menntamenn tóku upp á því á síðmiðöldum að laga föðurnöfn sín að latínu. Af nafninu Björn var til dæmis búið til eftirnafnið Beronius og af Sven nafnið Svenonius. Þessi siður lagðist smám saman niður, þótti ekki áhugaverður lengur, og nöfnin voru stytt og löguð að sænsku. Meðal íbúa í bæjum og borgum fór að bera á ættarnöfnum á 17. öld, oftast tvíkvæðum þar sem síðari liður vísaði til náttúrunnar. Dæmi: -berg, -gren, -lund.

Úti í sveitunum voru menn mun íhaldssamari og notuðu föðurnöfn. Á síðari hluta 19. aldar urðu nöfn með endingunni –son arfgeng og konur gátu tekið upp þannig nöfn. Siðurinn að kenna sig til móður náði aldrei fótfestu í Svíþjóð en með nafnalögum frá 1982 fengu konur þann rétt að velja sér kenninafn sem endar á –dotter.

Heimild:
  • Brendler, Andrea og Silvio Brendler. 2007. Eurpopäische Personennamensysteme. Ein Handbuch von Abasisch bis Zentralladinisch. Baar, Hamburg.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.4.2017

Spyrjandi

Sigríður Þóra Þórðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73300.

Guðrún Kvaran. (2017, 10. apríl). Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73300

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73300>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?
Upprunalega spurningin var:

Hvers vegna erum við Íslendingar með föðurnöfn en fólk á Norðurlöndum með ættarnöfn?

Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þótt einstaka fjölskylda tæki upp ættarnöfn einkum á 19. öld þegar aukast tók að menn færu utan til náms, einkum til Kaupmannahafnar. Talsvert var sótt í ný ættarnöfn á síðari hluta 19. aldar og fram eftir þeirri 20. Í manntali 1910 voru skráð 297 ættarnöfn. Nokkuð bættist við eftir að lög um mannanöfn voru samþykkt 1913 þar sem ættarnöfn voru heimiluð eftir ákveðnum reglum en sú heimild féll úr gildi með lögum frá 1925 þar sem ráðamenn í landinu vildu að gamli siðurinn, sem hér hafði að mestu haldist frá landnámi, liði ekki undir lok eins og á hinum Norðurlöndunum. Því hefur ekki verið breytt til þessa.

Í Færeyjum var hinn gamli siður ríkjandi fram til 1828 og ættarnöfn báru aðeins þeir sem aðfluttir voru, einkum prestar og embættismenn. Það ár kom tilskipun frá Danmörku um að hér eftir ættu öll börn að fá við skírn eiginnafn og ættarnafn. Tilskipunin gekk í gildi 1832. Fyrir utan nöfn sem enduðu á –sen völdu prestar nöfn sem dregin voru af bóndabæjum eða þorpum. 1904 kom aftur tilskipun um að breyta mætti ættarnöfnum þannig að nýja nafnið, sem valið var, væri verndað og aðrar fjölskyldur mættu ekki nota það. Þessi nýju nöfn voru af mjög margvíslegu tagi. Sumir völdu dönsk eða hálfdönsk nöfn en flestir þó færeysk nöfn. 1992 voru samþykkt færeysk nafnalög og mega menn nú, ef þeir kjósa, kenna sig til föður eða móður með –son eða –dóttir sem bannað var 1828.

Í Færeyjum var hinn gamli siður ríkjandi fram til 1828. Eftir að ættarnöfn voru tekin upp völdu prestar nöfn sem dregin voru af bóndabæjum eða þorpum, auk nafna sem enduðu á –sen. Myndin sýnir Klakksvík (fær. Klaksvík), næststærsta bæ Færeyja.

Elstu heimildir í Danmörku sýna að menn voru kenndir við föður sinn, til dæmis Tole Gorms søn, Eskil Sulkes søn. Um 1400 fer þetta að breytast við það að aðalsfjölskyldur fluttust til Danmerkur frá Þýskalandi. Danskar aðalsfjölskyldur, sem áður höfðu látið sér föðurnöfn nægja, völdu sér nú ættarnöfn og 1526 skyldaði Friðrik konungur I. danskan aðal til að taka upp ættarnöfn. Þegar kom fram á 17. og 18. öld fóru sífelt fleiri af íbúum borga og bæja og meðal embættismanna að taka upp ættarnöfn og þar kom að árið 1828 var gefin út tilskipun um notkun ættarnafna í konungsríkinu Danmörku. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á dönskum nafnalögum en engar í þá átt að leyfa kenningu til föður eða móður.

Í Noregi er sagan svipuð og í Danmörku. Ættarnöfn voru fyrst tekin upp í aðalsfjölskyldum á síðmiðöldum en almenningur kenndi sig við föður eða móður með –son eða –dotter sem á 16. öld sem síðar breyttist smám saman í –sen og –datter. Á 19. öld urðu –sen nöfnin að ættarnöfnum en föður- eða móðurnöfn lifðu áfram í máli almennings. Til viðbótar við föður- eða móðurnöfnin voru valin sem ættarnöfn nöfn á bænum sem viðkomandi fjölskyldan bjó á. Nú nota flestir Norðmenn einungis ættarnöfn.

Meðal íbúa í bæjum og borgum í Svíþjóð fór að bera á ættarnöfnum á 17. öld, oftast tvíkvæðum þar sem síðari liður vísaði til náttúrunnar. Dæmi: -berg, -gren, -lund. Myndin sýnir Grimsta, friðlýst svæði nálægt Stokkhólmi.

Í Svíþjóð er enn sömu sögu að segja. Svíar notuðu föðurnafnakerfið með endingunni –son eða –dotter. Á 16. öld jókst notkun ættarnafna vegna áhrifa frá þýska aðlinum. Menntamenn tóku upp á því á síðmiðöldum að laga föðurnöfn sín að latínu. Af nafninu Björn var til dæmis búið til eftirnafnið Beronius og af Sven nafnið Svenonius. Þessi siður lagðist smám saman niður, þótti ekki áhugaverður lengur, og nöfnin voru stytt og löguð að sænsku. Meðal íbúa í bæjum og borgum fór að bera á ættarnöfnum á 17. öld, oftast tvíkvæðum þar sem síðari liður vísaði til náttúrunnar. Dæmi: -berg, -gren, -lund.

Úti í sveitunum voru menn mun íhaldssamari og notuðu föðurnöfn. Á síðari hluta 19. aldar urðu nöfn með endingunni –son arfgeng og konur gátu tekið upp þannig nöfn. Siðurinn að kenna sig til móður náði aldrei fótfestu í Svíþjóð en með nafnalögum frá 1982 fengu konur þann rétt að velja sér kenninafn sem endar á –dotter.

Heimild:
  • Brendler, Andrea og Silvio Brendler. 2007. Eurpopäische Personennamensysteme. Ein Handbuch von Abasisch bis Zentralladinisch. Baar, Hamburg.

Myndir:

...