Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 286 svör fundust

category-iconHugvísindi

Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?

Fjöldi gyðinga í Póllandi er nokkuð á reiki og ber heimildum ekki saman, þeir eru sagðir vera allt frá rúmlega 5.000 til um eða yfir 20.000. Hvor talan er nær lagi breytir ekki öllu í þessu svari því niðurstaðan er sú sama, gyðingar eru aðeins örlítið brot þeirra rúmlega 38 milljóna manna sem búa í Póllandi í dag....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Fara kanínur í dvala á veturna?

Ýmsar dýrategundir leggjast í dvala til þess að lifa af tímabil sem reynast þeim erfið, til dæmis vegna kulda. Þá hægist á öllum efnaskiptum, líkamshiti þeirra fellur og þau þurfa ekki að nærast. Kanínur tilheyra héraætt (Leopridea) rétt eins og hérar. Engin þeirra um 60 tegunda sem tilheyra þeirri ætt leggst...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur?

ÚF-stuðull eða UV-stuðull er alþjóðlegur mælikvarði á styrk útfjólublárrar geislunar frá sólinni á tilteknum stað á tilteknum degi. Skammstöfunin ÚF stendur fyrir útfjólublátt en enska hugtakið er 'ultra violet', skammstafað UV. Á íslensku eru báðar þessar skammstafanir notaðar og ÚF-stuðull og UV-stuðull er því þ...

category-iconHeimspeki

Hvað er franska upplýsingin?

Þegar rætt er um frönsku upplýsinguna er vísað í tímabil á átjándu öld og líf og skriftir hóps franskra menntamanna á þessum tíma. Spurningin um hvað franska upplýsingin fól í sér er hins vegar flóknari og í raun ómögulegt að svara í stuttu máli. Það má með nokkrum sanni halda því fram að hún sé eitt mest rannsaka...

category-iconJarðvísindi

Hver var aðdragandi eldgosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli árið 2010?

Í árslok 2009 tók land að rísa við Eyjafjallajökul og í kjölfarið jókst jarðskjálftavirkni verulega. Í lok febrúar færðist landris í aukana, og í byrjun mars margfaldaðist jarðskjálftavirknin. Almannavarnir, í samstarfi við vísindamenn, ákváðu þá að setja á lægsta stig viðvörunar vegna hættu á eldgosi í Eyjafjalla...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða nytjajurtir ræktuðu landsmenn frá landnámi fram til 20. aldar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða grænmeti & ávextir voru ræktuð hér (ef einhver) í það heila fyrir 20. öldina? Voru t.d. einhver grænmeti og/eða ávextir ræktuð hér á víkingaöld? Gera má ráð fyrir að landnemar hafi reynt að rækta nytjajurtir sem þeir könnuðust við. Í Skandinavíu og Bretlandseyjum var garð...

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur?

Áður en rómverska tímatalið barst hingað með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar. Sennilega hefur Íslendingum þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið eftir að þeir settu sér eigin samfélagsreglur með stofnun Alþingis snemma á 10....

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær mun sólin deyja út?

Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er óðal snæuglu?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?

Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er jörðin alltaf að færast nær sólu?

Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar. Steinunn stjórnaði fo...

category-iconMið-Austurlönd

Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?

Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 20...

Fleiri niðurstöður