Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?

EDS

Fjöldi gyðinga í Póllandi er nokkuð á reiki og ber heimildum ekki saman, þeir eru sagðir vera allt frá rúmlega 5.000 til um eða yfir 20.000. Hvor talan er nær lagi breytir ekki öllu í þessu svari því niðurstaðan er sú sama, gyðingar eru aðeins örlítið brot þeirra rúmlega 38 milljóna manna sem búa í Póllandi í dag.

Staða gyðinga í Póllandi hefur þó ekki alltaf verið svona veik því á 16. öld bjuggu um 80% gyðinga heimsins þar í landi og var samfélag þeirra blómlegt. Næstu aldir á eftir gekk á ýmsu í sögu Póllands og fjöldi gyðinga breyttist nokkuð, stundum vegnaði þeim vel en þess á milli voru tímabil þar sem þeim fækkaði töluvert.

Í lok 19. aldar voru gyðingar um 11% pólsku þjóðarinnar og við upphaf seinni heimstyrjaldar voru þeir yfir 3,3 milljónir, annað fjölmennasta gyðingasamfélag í heimi á þeim tíma. Hversu fáir gyðingar eru í Póllandi í dag er hins vegar bein afleiðing af ofsóknum gegn þeim í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var pólska gyðingasamfélagið nánast algjörlega þurrkað út því talið er að um 3 milljónir eða um 90% allra pólskra gyðinga hafi verið drepnir í stríðinu.



Gyðingum í Kraká eins og víðar í Póllandi var gert að flytja í gettó snemma í seinni heimsstyrjöldinni. Mynd frá 1941.

Þeir fáu pólsku gyðingar sem lifðu hörmungar heimsstyrjaldarinnar af höfðu fæstir áhuga á að búa áfram í landinu. Að loknu stríði fór hópur til Ísraels, en aðrir fóru seinna og var svo komið í lok 7. áratugarins að nánast engir gyðingar voru eftir í landinu.

Þess má að lokum geta að langflestir Pólverjar eru rómversk kaþólskrar trúar, hátt í 90% allra íbúanna. Rúmlega eitt prósent tilheyrir grísk-kaþólsku kirkjunni og innan við hálft prósent eru mótmælendatrúar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.4.2009

Spyrjandi

Patryk Adamsson
Heiða Karen

Tilvísun

EDS. „Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23463.

EDS. (2009, 27. apríl). Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23463

EDS. „Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23463>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?
Fjöldi gyðinga í Póllandi er nokkuð á reiki og ber heimildum ekki saman, þeir eru sagðir vera allt frá rúmlega 5.000 til um eða yfir 20.000. Hvor talan er nær lagi breytir ekki öllu í þessu svari því niðurstaðan er sú sama, gyðingar eru aðeins örlítið brot þeirra rúmlega 38 milljóna manna sem búa í Póllandi í dag.

Staða gyðinga í Póllandi hefur þó ekki alltaf verið svona veik því á 16. öld bjuggu um 80% gyðinga heimsins þar í landi og var samfélag þeirra blómlegt. Næstu aldir á eftir gekk á ýmsu í sögu Póllands og fjöldi gyðinga breyttist nokkuð, stundum vegnaði þeim vel en þess á milli voru tímabil þar sem þeim fækkaði töluvert.

Í lok 19. aldar voru gyðingar um 11% pólsku þjóðarinnar og við upphaf seinni heimstyrjaldar voru þeir yfir 3,3 milljónir, annað fjölmennasta gyðingasamfélag í heimi á þeim tíma. Hversu fáir gyðingar eru í Póllandi í dag er hins vegar bein afleiðing af ofsóknum gegn þeim í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var pólska gyðingasamfélagið nánast algjörlega þurrkað út því talið er að um 3 milljónir eða um 90% allra pólskra gyðinga hafi verið drepnir í stríðinu.



Gyðingum í Kraká eins og víðar í Póllandi var gert að flytja í gettó snemma í seinni heimsstyrjöldinni. Mynd frá 1941.

Þeir fáu pólsku gyðingar sem lifðu hörmungar heimsstyrjaldarinnar af höfðu fæstir áhuga á að búa áfram í landinu. Að loknu stríði fór hópur til Ísraels, en aðrir fóru seinna og var svo komið í lok 7. áratugarins að nánast engir gyðingar voru eftir í landinu.

Þess má að lokum geta að langflestir Pólverjar eru rómversk kaþólskrar trúar, hátt í 90% allra íbúanna. Rúmlega eitt prósent tilheyrir grísk-kaþólsku kirkjunni og innan við hálft prósent eru mótmælendatrúar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...