Þeir fáu pólsku gyðingar sem lifðu hörmungar heimsstyrjaldarinnar af höfðu fæstir áhuga á að búa áfram í landinu. Að loknu stríði fór hópur til Ísraels, en aðrir fóru seinna og var svo komið í lok 7. áratugarins að nánast engir gyðingar voru eftir í landinu. Þess má að lokum geta að langflestir Pólverjar eru rómversk kaþólskrar trúar, hátt í 90% allra íbúanna. Rúmlega eitt prósent tilheyrir grísk-kaþólsku kirkjunni og innan við hálft prósent eru mótmælendatrúar. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?
- Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands?
- Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?
- Getur verið að færri Gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?
- The Jewish Virtual Library. Skoðað 21. 4. 2009.
- The World Factbook. Skoðað 20. 4. 2009.
- The Canadian Foundation of Polish - Jewish Heritage. Skoðað 20. 4. 2009.
- Mynd: United States Holocaust Memorial Museum. Sótt 21. 4. 2009.