Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er óðal snæuglu?

Jón Már Halldórsson

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu.

Snæuglan velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum Norður-Ameríku og Evrasíu.

Snæuglur gera sér hreiður á jörðinni, oftast á hólum eða rústum þar sem vítt er til allra átta. Oft situr annar fuglinn nærri hreiðrinu og fylgist með umhverfinu. Helstu dýrategundir sem snæuglan veiðir eru læmingjar en önnur smá spendýr, svo sem mýs, eru einnig mikilvæg fæða snæuglunnar.

Sum ár eru kölluð læmingjaár. Þá er ofgnótt af þessu sérstæða nagdýri. Þegar svo ber undir eru læmingjar nær eina fæða snæuglunnar á varptíma. Utan slíkra tímabila þarf snæuglan að snúa sér að öðrum tegundum en þar má nefna rjúpu, andfugla og jafnvel svartfugla, auk fjölda spendýrategunda.

Óðul snæugla eru yfirleitt geysilega víðfeðm en fuglarnir þurfa mikla fæðu fyrir sísvanga unga sína. Talið er að fæðuþörf meðalstórs varps sé ríflega 1.500 læmingjar.

Snæugla verpir yfirleitt seint í maí en fjöldi eggja er á bilinu 5-14. Þessum eggjum verpir fuglinn yfir nokkurra daga tímabil. Í góðu árferði og þegar vel gefur í veiði getur viðkoman orðið mikil. Víðast hvar sveiflast stofnstærð snæuglunnar mjög í takt við stofnstærð læmingjans og undirstrikar það mikilvægi hans í fæðu snæuglunnar á varptíma.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.7.2012

Spyrjandi

Katla Dögg Traustadóttir, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er óðal snæuglu?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2012, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62687.

Jón Már Halldórsson. (2012, 18. júlí). Hvernig er óðal snæuglu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62687

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er óðal snæuglu?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2012. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62687>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er óðal snæuglu?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu.

Snæuglan velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum Norður-Ameríku og Evrasíu.

Snæuglur gera sér hreiður á jörðinni, oftast á hólum eða rústum þar sem vítt er til allra átta. Oft situr annar fuglinn nærri hreiðrinu og fylgist með umhverfinu. Helstu dýrategundir sem snæuglan veiðir eru læmingjar en önnur smá spendýr, svo sem mýs, eru einnig mikilvæg fæða snæuglunnar.

Sum ár eru kölluð læmingjaár. Þá er ofgnótt af þessu sérstæða nagdýri. Þegar svo ber undir eru læmingjar nær eina fæða snæuglunnar á varptíma. Utan slíkra tímabila þarf snæuglan að snúa sér að öðrum tegundum en þar má nefna rjúpu, andfugla og jafnvel svartfugla, auk fjölda spendýrategunda.

Óðul snæugla eru yfirleitt geysilega víðfeðm en fuglarnir þurfa mikla fæðu fyrir sísvanga unga sína. Talið er að fæðuþörf meðalstórs varps sé ríflega 1.500 læmingjar.

Snæugla verpir yfirleitt seint í maí en fjöldi eggja er á bilinu 5-14. Þessum eggjum verpir fuglinn yfir nokkurra daga tímabil. Í góðu árferði og þegar vel gefur í veiði getur viðkoman orðið mikil. Víðast hvar sveiflast stofnstærð snæuglunnar mjög í takt við stofnstærð læmingjans og undirstrikar það mikilvægi hans í fæðu snæuglunnar á varptíma.

Mynd:...