Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.

Steinunn stjórnaði fornleifarannsóknum á miðaldaklaustrinu að Skriðu í Fljótsdal yfir 10 ára tímabil, frá 2002-2012 og var það ein viðamesta fornleifarannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Á daginn kom að Skriðuklaustur var ekki aðeins aðsetur munka með helgihaldi og heitum bænum, heldur einnig skjól hinna sjúku og dauðvona. Samtals voru grafnar upp tæplega 300 beinagrindur í kirkjugarði Skriðuklausturs og var um helmingur þeirra bein sjúklinga. Bók um rannsóknina, Sagan af klaustrinu á Skriðu, kom út árið 2012 og hlaut hún Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka það ár, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Viðurkenningar Hagþenkis.

Helstu rannsóknasvið Steinunnar Kristjánsdóttur eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.

Sumarið 2013 hófst vinna við nýja fornleifarannsókn sem miðar að því að skrá minjar klaustranna sem rekin voru á Íslandi á kaþólskum tíma (1000-1550). Lauk Steinunn þessari rannsókn árið 2017 með útgáfu bókarinnar Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Bókin var valin besta fræðibókin af Félagi bóksala árið 2017 og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Steinunn Kristjánsdóttir er fædd árið 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1986. Hún stundaði háskólanám við Gautaborgarháskóla og lauk þaðan BA-prófi 1993, MA-prófi 1994 og doktorsprófi í fornleifafræði árið 2004. Doktorsritgerð hennar, The Awakening of Christianity in Iceland, byggði á rannsókninni Mörk heiðni og kristni sem Steinunn stýrði á árunum 1997 til 2000, en markmiðið með því verkefni var að rannsaka uppruna og útbreiðslu kristni á Íslandi frá landnámi til 1200. Steinunn tók við sameiginlegri stöðu lektors í fornleifafræði við Þjóðminjasafn Íslands og Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur verið prófessor frá 2012.

Mynd:
  • Úr safni SK.

Útgáfudagur

22.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75021.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75021

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75021>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?
Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.

Steinunn stjórnaði fornleifarannsóknum á miðaldaklaustrinu að Skriðu í Fljótsdal yfir 10 ára tímabil, frá 2002-2012 og var það ein viðamesta fornleifarannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Á daginn kom að Skriðuklaustur var ekki aðeins aðsetur munka með helgihaldi og heitum bænum, heldur einnig skjól hinna sjúku og dauðvona. Samtals voru grafnar upp tæplega 300 beinagrindur í kirkjugarði Skriðuklausturs og var um helmingur þeirra bein sjúklinga. Bók um rannsóknina, Sagan af klaustrinu á Skriðu, kom út árið 2012 og hlaut hún Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka það ár, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Viðurkenningar Hagþenkis.

Helstu rannsóknasvið Steinunnar Kristjánsdóttur eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.

Sumarið 2013 hófst vinna við nýja fornleifarannsókn sem miðar að því að skrá minjar klaustranna sem rekin voru á Íslandi á kaþólskum tíma (1000-1550). Lauk Steinunn þessari rannsókn árið 2017 með útgáfu bókarinnar Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Bókin var valin besta fræðibókin af Félagi bóksala árið 2017 og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Steinunn Kristjánsdóttir er fædd árið 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1986. Hún stundaði háskólanám við Gautaborgarháskóla og lauk þaðan BA-prófi 1993, MA-prófi 1994 og doktorsprófi í fornleifafræði árið 2004. Doktorsritgerð hennar, The Awakening of Christianity in Iceland, byggði á rannsókninni Mörk heiðni og kristni sem Steinunn stýrði á árunum 1997 til 2000, en markmiðið með því verkefni var að rannsaka uppruna og útbreiðslu kristni á Íslandi frá landnámi til 1200. Steinunn tók við sameiginlegri stöðu lektors í fornleifafræði við Þjóðminjasafn Íslands og Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur verið prófessor frá 2012.

Mynd:
  • Úr safni SK.

...