Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 828 svör fundust
Hvernig er hægt að rekja IP-tölur?
Að rekja IP-tölu getur haft mismunandi merkingu. Samskipti sem fara um Internetið sendast á milli staða í gegnum netbúnað Internetfyrirtækja (e. internet service provider, skammstafað ISP). Þessi netbúnaður er eins konar æðakerfi Internetsins og sér hann um að senda alla umferð á milli notenda á sinn stað. Marg...
Hvað er hæsta lifandi vera há?
Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...
Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?
Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið 1/137 = 0.007299270072992700729927... fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram t...
Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?
Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...
Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?
Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m. Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána ...
Hvert er níunda stærsta vatn á Íslandi?
Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? kemur fram að níunda stærsta vatn landsins er vatnsmiðlunarlónið fyrir Sultartangavirkjun, 19 km2 að flatarmáli. Í svarinu kemur einnig fram að fyrirhugað lón vegna virkjunar við Kárahnjúka komi til með að breyta röðun s...
Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?
Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...
Hvað er stærsta bygging í heimi stór?
Gert er ráð fyrir því að spyrjendur vilji vita um hæstu byggingu í heimi en það er mismunandi hvað lagt er til grundvallar þegar ákvarða á hæð bygginga, og þar með að úrskurða hver sé hæsta bygging í heimi. Alþjóðleg samtök um háar byggingar (Council on Tall Buildings and Urban Habitat - CTBUH) benda á þrjár leiði...
Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli?
Stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli varð fyrir um 55 þúsund árum. Það er jafnframt eitt stærsta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi. Talið er að gosið hafi náð tölunni 5-6 á VEI-kvarða (e. Volcano Explosivity Index), en hann er notaður til að áætla sprengivirkni gosa. Kvarðinn nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 ...
Hvernig fór Gauss að því leggja saman tölurnar 1 til 100 þegar stærðfræðikennarinn ætlaði að láta hann sitja eftir í skólanum?
Johann Carl Friedrich Gauss (1777 - 1855) er jafnan talinn í hópi allra mestu stærðfræðinga sem uppi hafa verið. Oft er sögð sú saga að sem barn að aldri hafi Gauss fengið það verkefni í reikningstíma að leggja saman tölurnar frá 1 til 100 og hann hafi leyst það á augabragði og skrifað rétt svar niður strax. Fyrs...
Hver er stærsta bygging í heimi að flatarmáli?
Stærsta hús í heimi, miðað við grunnflöt, sem nefnt er í Heimsmetabók Guinness frá árinu 1985, er blómamarkaðshöll í Aalsmeer, Hollandi, 303.282 m2. Stærsta hús miðað við rúmtak er aðalsamsetningarsalur Boeing-flugvélasmiðjunnar í Everett í Washington, Bandaríkjunum: 5,6 milljón m3. Stærsta verksmiðja telst Niz...
Hvað geta froskdýr orðið gömul?
Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...
Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?
Spurningunni má strax svara neitandi. Samdóma álit sagnfræðinga er að um sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför seinni heimsstyrjaldarinnar, að vísu ekki allir í útrýmingarbúðum, heldur einnig í beinum átökum eins og í uppreisninni í Varsjárgettóinu og í staðbundnum aftökum utan fangabúða. Einnig eru hé...
Hvers vegna tölum við um 21 barn í eintölu en 22 börn í fleirtölu?
Í íslensku er vaninn að láta nafnorð (og sögn) standa í eintölu með tölunni 21, 31, 41 og svo framvegis. Er þá talan einn í samsetta töluorðinu, í þessu dæmi tuttugu og einn, látinn ráða ferðinni, það er tuttugu að viðbættum einum. Hugsunin er því tuttugu börn og eitt barn sem rennur saman í tuttugu og eitt ba...
Ef hlutur er 60 x 90 cm, er hann þá 60 cm á hæð og 90 cm langur eða öfugt?
Spyrjandi virðist ganga út frá því að verið sé að lýsa hlut sem hefur lengd og hæð en ekki breidd. Ef svo er, duga upplýsingarnar ekki til að skera úr með óyggjandi hætti. Þó mun algengara í slíkum tilvikum að tilgreina láréttu stærðina fyrst, þannig að eðlilegra er að gera ráð fyrir að hluturinn sé 60 cm á lengd ...