Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána auk líkamsræktarstöðvar í kjallara. Að sjálfsögðu er hún útbúin vatnsrennibraut Lengi vel var sundlaugin á Laugaskarði við Hveragerði sú stærsta á landinu. Upphaflega var hún 12 x 25 m að stærð þegar hún var tekin í notkun 1938 en veturinn 1939-1940 var hún breikkuð í 50 m. Hún var lengi vel eina 50 m sundlaugin á Íslandi.
Sundlaugin í Laugardal tók við sem stærsta laug landsins árið 1968. Að stærð er hún 50 x 22 m og er stærsta sundlaug Reykjavíkurborgar. Laugardalslaug er raunar stærri í fermetrum og að rúmmáli en Sundlaug Kópavogs ef tekin er með í reikninginn 400 m2 barna- og kennslulaug við hlið hennar. Sundlaug Kópavogs telst þó hin stærsta og rúmar fleiri keppnisbrautir en nokkur önnur laug, eða tíu.
Heimildir og myndir:
- Mannvirkjavefur ÍSÍ
- Um Sundlaug Kópavogs
- Um Laugardalslaug
- Um Sundlaugina Laugaskarði
Sérstakar þakkir fær Guðmundur Þ. Harðarson, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs, fyrir upplýsingar og mynd af lauginni.