Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli?

JGÞ

Stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli varð fyrir um 55 þúsund árum. Það er jafnframt eitt stærsta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi. Talið er að gosið hafi náð tölunni 5-6 á VEI-kvarða (e. Volcano Explosivity Index), en hann er notaður til að áætla sprengivirkni gosa. Kvarðinn nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 á VEI-kvarða eru hraungos en 8 stendur fyrir mestu sprengivirknina.[1]

Stærsta þekkta gos í Torfajökli varð fyrir um 55 þúsund árum. Það er jafnframt eitt stærsta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi. Í öskju Torfajökuls er stærsta jarðhitasvæði Íslands, um 150 km2. Jökull hylur hæsta hluta öskjunnar.

Gosinu fylgdi mikið gjóskuflóð og gjóskufall, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum. Fyrstu vísbendingar um sprengigosið komu í ljós við rannsóknir á setlögum á hafsbotni sunnarlega í Atlantshafi árið 1941. Þar fannst gjóska sem síðar tókst að rekja til sprengigoss í Torfajökli. Lengi vel var þó talið að gjóskulagið ætti rætur að rekja til Tindafjallajökuls en nýjar rannsóknir sýna að upptökin voru í Torfajökli. Í gosinu komu upp um 8 km3 af súrri kviku.

Í vesturhluta öskju Torfajökuls er berghleifur að stærðinni 75 km3. Það bendir til þess að kvikuhólf sé staðsett þar. Ekki er talið líklegt að gos í eldstöðinni verði stærri en 10-20% af massa hleifsins.

Tilvísun:
  1. ^ Til fróðleiks má geta þess að gos í Öræfajökli 1362 er talið hafa náð 6 á VEI-kvarða og gos af stærðinni 7 verða á um það bil þúsund ára fresti á jörðinni.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.9.2023

Spyrjandi

Sara

Tilvísun

JGÞ. „Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli?“ Vísindavefurinn, 12. september 2023, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85397.

JGÞ. (2023, 12. september). Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85397

JGÞ. „Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2023. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85397>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli?
Stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli varð fyrir um 55 þúsund árum. Það er jafnframt eitt stærsta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi. Talið er að gosið hafi náð tölunni 5-6 á VEI-kvarða (e. Volcano Explosivity Index), en hann er notaður til að áætla sprengivirkni gosa. Kvarðinn nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 á VEI-kvarða eru hraungos en 8 stendur fyrir mestu sprengivirknina.[1]

Stærsta þekkta gos í Torfajökli varð fyrir um 55 þúsund árum. Það er jafnframt eitt stærsta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi. Í öskju Torfajökuls er stærsta jarðhitasvæði Íslands, um 150 km2. Jökull hylur hæsta hluta öskjunnar.

Gosinu fylgdi mikið gjóskuflóð og gjóskufall, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum. Fyrstu vísbendingar um sprengigosið komu í ljós við rannsóknir á setlögum á hafsbotni sunnarlega í Atlantshafi árið 1941. Þar fannst gjóska sem síðar tókst að rekja til sprengigoss í Torfajökli. Lengi vel var þó talið að gjóskulagið ætti rætur að rekja til Tindafjallajökuls en nýjar rannsóknir sýna að upptökin voru í Torfajökli. Í gosinu komu upp um 8 km3 af súrri kviku.

Í vesturhluta öskju Torfajökuls er berghleifur að stærðinni 75 km3. Það bendir til þess að kvikuhólf sé staðsett þar. Ekki er talið líklegt að gos í eldstöðinni verði stærri en 10-20% af massa hleifsins.

Tilvísun:
  1. ^ Til fróðleiks má geta þess að gos í Öræfajökli 1362 er talið hafa náð 6 á VEI-kvarða og gos af stærðinni 7 verða á um það bil þúsund ára fresti á jörðinni.

Heimildir:

Mynd:...