Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?

Haraldur Sigurðsson

Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geology 2019. 47 (6). 577–580. (Sótt 2.03.2021). Vísindavefurinn þakkar Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi fyrir þessa ábendingu.


Þó Tindafjallajökull sé sennilega minnst kannaða eldfjall á Íslandi, er það einmitt sú eldstöð sem líklega hefur gosið stærsta sprengigosi sem vitað er um hér á landi. Það voru reyndar ekki jarðfræðiathuganir á landi, heldur rannsóknir á setlögum á hafsbotni suður í Atlantshafi árið 1941 sem gáfu fyrstu vísbendingar um mikið sprengigos á Atlantshafssvæðinu á ísöld. Frekari kannanir sýndu að rekja má mikla öskudreif á hafsbotni allt frá svæðinu fyrir norðan Azoreyjar og til Íslands, og hlaut hún nafnið Öskusvæði-2. Síðan var sýnt fram á að efnasamsetning glers eða tinnu í öskunni er sú sama og í gjóskuflóðsmyndun í Þórsmörk, en hún var komin úr Tindafjallajökli.[1]

Tindafjallajökull ber þess merki að þar hefur orðið stórgos. Hringlaga myndun fjallsins er eftir öskjusig í kjölfar mikils sprengigoss.

Gjóskuflóðsbergið í Þórsmörk var aldursgreint og reyndist vera frá sprengigosi fyrir um 54 þúsund árum. Áætlað er að heildarmagn gjósku frá þessu gosi, bæði í sjó og á landi, sé ekki innan við 20 rúmkílómetra. Þegar Tindafjallajökull gaus, var Ísland að mestu hulið jökli. Gjóskan streymdi sem gjóskuflóð yfir jökla og láglendi á haf út. Gjóskufall var mikið á hafísinn umhverfis landið. Ísinn rak til vesturs og suðurs út í Atlantshaf og bar gjóskuna frá Tindafjallajökli með sér í töluverðu magni, þar til hann bráðnaði nokkru fyrir norðan Azoreyjar. Askan féll til botns og blandaðist venjulegu sjávarseti. Nú eru form og lögun Tindafjalla helstu verksummerki eftir gosið. Eins og sést á myndinni sem fylgir svarinu er greinileg askja í fjallinu, og hún hefur sennilega myndast við þetta stórgos.

Tilvísun:
  1. ^ Haraldur Sigurðsson, John Stix, Bruce Houghton, Stephen R. McNutt og Hazel Rymer ritstjórar, 1999. Encyclopedia of Volcanoes. Academic Press, San Diego.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er úr sama riti.

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

2.3.2021

Síðast uppfært

28.8.2023

Spyrjandi

Karólína Þrastardóttir, Þorsteinn Gunnar Jónsson

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53136.

Haraldur Sigurðsson. (2021, 2. mars). Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53136

Haraldur Sigurðsson. „Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53136>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?
Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geology 2019. 47 (6). 577–580. (Sótt 2.03.2021). Vísindavefurinn þakkar Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi fyrir þessa ábendingu.


Þó Tindafjallajökull sé sennilega minnst kannaða eldfjall á Íslandi, er það einmitt sú eldstöð sem líklega hefur gosið stærsta sprengigosi sem vitað er um hér á landi. Það voru reyndar ekki jarðfræðiathuganir á landi, heldur rannsóknir á setlögum á hafsbotni suður í Atlantshafi árið 1941 sem gáfu fyrstu vísbendingar um mikið sprengigos á Atlantshafssvæðinu á ísöld. Frekari kannanir sýndu að rekja má mikla öskudreif á hafsbotni allt frá svæðinu fyrir norðan Azoreyjar og til Íslands, og hlaut hún nafnið Öskusvæði-2. Síðan var sýnt fram á að efnasamsetning glers eða tinnu í öskunni er sú sama og í gjóskuflóðsmyndun í Þórsmörk, en hún var komin úr Tindafjallajökli.[1]

Tindafjallajökull ber þess merki að þar hefur orðið stórgos. Hringlaga myndun fjallsins er eftir öskjusig í kjölfar mikils sprengigoss.

Gjóskuflóðsbergið í Þórsmörk var aldursgreint og reyndist vera frá sprengigosi fyrir um 54 þúsund árum. Áætlað er að heildarmagn gjósku frá þessu gosi, bæði í sjó og á landi, sé ekki innan við 20 rúmkílómetra. Þegar Tindafjallajökull gaus, var Ísland að mestu hulið jökli. Gjóskan streymdi sem gjóskuflóð yfir jökla og láglendi á haf út. Gjóskufall var mikið á hafísinn umhverfis landið. Ísinn rak til vesturs og suðurs út í Atlantshaf og bar gjóskuna frá Tindafjallajökli með sér í töluverðu magni, þar til hann bráðnaði nokkru fyrir norðan Azoreyjar. Askan féll til botns og blandaðist venjulegu sjávarseti. Nú eru form og lögun Tindafjalla helstu verksummerki eftir gosið. Eins og sést á myndinni sem fylgir svarinu er greinileg askja í fjallinu, og hún hefur sennilega myndast við þetta stórgos.

Tilvísun:
  1. ^ Haraldur Sigurðsson, John Stix, Bruce Houghton, Stephen R. McNutt og Hazel Rymer ritstjórar, 1999. Encyclopedia of Volcanoes. Academic Press, San Diego.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er úr sama riti....