Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Stærsta hús í heimi, miðað við grunnflöt, sem nefnt er í Heimsmetabók Guinness frá árinu 1985, er blómamarkaðshöll í Aalsmeer, Hollandi, 303.282 m2. Stærsta hús miðað við rúmtak er aðalsamsetningarsalur Boeing-flugvélasmiðjunnar í Everett í Washington, Bandaríkjunum: 5,6 milljón m3.
Stærsta verksmiðja telst Nizhniy Tagil járnbrautarvagna- og skriðdrekaverksmiðjan, norðvestur af borginni Sverdlovsk í Úkraínu. Flötur hennar er 827.000 m2
Stærsta stjórnunaraðsetur í heimi að grunnfleti er Pentagon „fimmhyrningurinn“ í Virginíuríki í Bandaríkjunum, en þar er aðsetur bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Samanlagður gólfflötur á 5 hæðum hússins er um 600.000 m2 en hver hinna fimm útveggja byggingarinnar er 281 m að lengd.
Stærsti kastali heims er Windsor-kastali í New Windsor á Englandi, eitt af aðsetrum bresku konungsfjölskyldunnar. Grunnflötur kastalans er 576x164 m.
Fengið úr Heimsmetabók Guinness (ritstj. Örnólfur Thorlacius, útg. Örn og Örlygur 1985).
Mynd af vefsetri bandaríska varnarmálaráðuneytisins (The Pentagon)
HMH. „Hver er stærsta bygging í heimi að flatarmáli?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=681.
HMH. (2000, 24. júlí). Hver er stærsta bygging í heimi að flatarmáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=681
HMH. „Hver er stærsta bygging í heimi að flatarmáli?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=681>.