Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 200 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?

Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sý...

category-iconEfnafræði

Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hver er munurinn á málmunum kopar og eir, ég sé að annar er gylltur en hinn bronslitaður? Hver fann upp koparinn og hvernig er nafnið kopar tilkomið? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því og kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?

Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun (Photosynthesis). Með ljóstillífun framleiðir plantan næringarefni eins og kolvetni, prótín og fleira. Dýr og men...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaðan kemur horinn?

Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Þannig getur horið verið mjög misjafnt að gerð og magni. Þurrt hor eða hor sem er fast í sér fæst einungis fram þegar við borum í nefið eða snýtum okkur hressilega og er sú gerð hors ef til vill sú þekktasta. Við sjúklegar uppákomur, þá sérstaklega sýkingar breyti...

category-iconHeimspeki

Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?

Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...

category-iconLífvísindi: almennt

Eiga plöntur forfeður?

Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?

Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

category-iconLæknisfræði

Af hverju pissar maður blóði?

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að fólk pissar blóði, sumar alvarlegar og aðrar ekki. Blóðmiga (e. hematuria) er það kallað þegar blóð finnst í þvagi. Blóðmigu er skipt í bersæja (e. macroscopic) og smásæja (e. microscopic) blóðmigu eftir því hvort blóð litar þvag svo það sjáist með berum augum eða...

category-iconUmhverfismál

Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?

Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina. Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er skarlatssótt?

Skarlatssótt er sjúkdómur sem orsakast af keðjukokkabakteríu (Streptococcus) af flokki A. Sú baktería veldur einnig hálsbólgunni sem margir kalla einfaldlega streptókokka. Skarlatssótt er algengust hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri og fylgir stundum áðurnefndri hálsbólgu. Bakterían sem veldur skarlatssótt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Má gefa garðfuglum steiktan lauk?

Nokkrar tegundir matvæla hafa mjög óæskileg áhrif á heilsu fugla. Það á meðal annars við um lauk og skiptir þá litlu máli hvort hann er hrár eða steiktur. Éti fuglar lauk getur það leitt til ástands sem dýralæknar nefna á fræðimáli hemolytic anemia eða blóðleysi. Í lauk eru brennisteinssambönd sem valda því að rau...

category-iconEfnafræði

Hvert er rétt hlutfall á frumefnunum kopar og tini í bronsi?

Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum, stytting á „aes Cyprium“ (málmur frá Kýpur), en á Kýpur voru þekktar koparnámur í fornöld. Kopar er rauð-appelsínugulur eða rauð-brúnn á lit. Liturinn er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir mál...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um brandháf?

BrandháfurBrandháfurinn (Hexanchus griseus) er líklega næstalgengasti háfiskurinn, næst á eftir hvíthákarlinum (Carcharodon carcharias). Eins og sjá má á mynd 2 þá finnst hann víða. Kortið sýnir að útbreiðsla hans sé allt í kringum Ísland en það er að öllum líkindum rangt því hann hefur einungis komið í veiðarfæri...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um jarðfræði Landmannalauga?

Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands og einn sá mest ljósmyndaði. Svæðið umhverfis Laugar er enda eitt það fjölbreyttasta og litríkasta á hálendinu. Landmannalaugasvæðið er þekkt fyrir margbreytilega og býsna flókna jarðfræði. Eldvirknin við Landmannalaugar tengist mikilli meg...

Fleiri niðurstöður