Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1076 svör fundust
Af hverju fær maður bauga undir augun?
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir baugum undir augum. Húðin undir augunum er mjög þunn og með aldrinum þynnist hún. Hún virðist þá dekkri en ella vegna smárra æða sem verða þá greinilegri og gefa húðinni dökkan blæ. Einnig getur litarefnið melanín sem meðal annars veldur því að við verðum sólbrún valdið því ...
Hvernig voru loðfílar?
Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...
Hvað er erfðamengun?
Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...
Hver var Eratosþenes?
Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...
Hvað geta úlfar orðið stórir?
Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfir...
Getið þið bent mér á þjóðlegar heimildir varðandi Jónsmessunótt?
Bókin Saga daganna eftir Árna Björnsson (Mál og menning, Reykjavík 1993) hefur reynst Vísindavefnum drjúg fróðleiksnáma um hvaðeina varðandi íslenska hátíðisdaga, uppruna þeirra og erlendar fyrirmyndir. Þar er meðal annars fjallað um Jónsmessuna og við byggðum á því í svari hér á Vísindavefnum við spurningunni Af ...
Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?
Það er ef til vill ofsögum sagt að ekki sé hægt að bræða gat á plastglas með vatni í, en rétt er að það getur verið býsna erfitt sé loginn lítill. Ástæðurnar eru tvíþættar. Annars vegar hefur vatnið mikla varmarýmd og heldur því innra borði botns og veggja plastglassins alltaf við svipað hitastig. Það er því e...
Hver var guðinn Próteus?
Próteus, einnig kallaður hinn aldni sjávarmaður, var guðleg vera samkvæmt grískri goðafræði. Hann var annað hvort sonur sjávarguðsins Póseidonar eða Óseanusar, sem var persónugervingur hafsins sjálfs. Próteus hélt sig aðallega hjá Pharos-eyjum við Egyptaland sem hirðir sela Póseidonar. Hann gat séð framtíð þe...
Hvar vex fjalldalafífill?
Fjalldalafífill (Geum rivale), einnig kallaður biskupshattur, er blómplanta af rósaætt (Rosaceae) en til þeirrar skrautlegu ættar teljast rúmlega 2000 tegundir í um 100 ættkvíslum. Kjörlendi fjalldalafífilsins eru grasríkir móar og hvammar og gil sem eru ekki þurr. Fjalldalafífillinn er algengastur á Vestur- og...
Hverjir voru Serkir?
Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...
Hvað var Gordíons-hnúturinn?
Gömul goðsaga hermdi að því hefði verið spáð fyrir Frýgíumönnum aftur í grárri forneskju að konung þeirra myndi bera að garði í vagni. Þeir töldu spádóminn hafa ræst þegar Gordíos nokkurn bar að garði í vagni sínum. Gordíos var umsvifalaust gerður að konungi Frýgíumanna og nafni borgarinnar breytt í Gordíon. Hann ...
Hvernig myndaðist Svínahraun?
Svínahraun hefur runnið úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000 (eða 999) að því talið er. Gosið tengist þessari sögu frá kristnitökunni á Þingvöllum: Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að go...
Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?
Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...
Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?
Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á ...
Hvað eru margar steypireyðar til í heiminum?
Steypireyður er stærst hvala og stærsta dýr jarðarinnar. Vegna ofveiði hefur steypireyðum fækkað gífurlega á síðustu 60 árum. Tegundin er nú nánast útdauð í Norður-Atlantshafi og heildarfjöldi steypireyða er einhverstaðar á bilinu 6500 til 14000. Sem betur fer eru þær nú alfriðaðar. Steypireyðurin étur aðalle...