Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Svínahraun hefur runnið úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000 (eða 999) að því talið er. Gosið tengist þessari sögu frá kristnitökunni á Þingvöllum:
Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að goðin reiðist tölum slíkum.“ Þá mælti Snorri goði: „Um hvað reiddust goðin, þá hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ (Kristni saga)
Sagan þykir sýna mikla skarpskyggni Snorra Þorgrímssonar að átta sig á því að Þingvallahraunin séu mynduð í eldgosum. Svínahraun er 15,1 km2 að flatarmáli; það rann frá Eldborg til norð-austurs og dreifðist um flatlendið en tota rann inn í Þrengslin. Því er vandséð hvernig það gæti hafa ógnað bæ Þórodds goða, en jarðfræðingar telja Svínahraun eitt koma til greina sem rót ofangreindrar sögu.
Þjóðvegur 1 liggur um Svínahraun. Séð til norðvesturs.
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Svínahraun?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54486.
Sigurður Steinþórsson. (2010, 18. mars). Hvernig myndaðist Svínahraun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54486
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Svínahraun?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54486>.