Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Bókin Saga daganna eftir Árna Björnsson (Mál og menning, Reykjavík 1993) hefur reynst Vísindavefnum drjúg fróðleiksnáma um hvaðeina varðandi íslenska hátíðisdaga, uppruna þeirra og erlendar fyrirmyndir. Þar er meðal annars fjallað um Jónsmessuna og við byggðum á því í svari hér á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? Ef slegin eru inn leitarorðin „saga daganna“ í leitarvél Vísindavefsins, kemur í ljós hversu oft við höfum gripið til rits Árna.
Tilurð Sögu daganna á sér langan aðdraganda eins og Árni getur um í inngangi sínum, allt til ársins 1956. Árni hefur síðan þá sankað að sér heimildum um íslenska merkisdaga og siði tengda þeim, og þær hafa skilað sér í þessu mikla riti sem gilti á sínum tíma til doktorsprófs Árna við Háskóla Íslands. Í bókinni er heimilda getið mjög nákvæmlega, þjóðlegra sem annarra, og óhætt að benda á hana fyrir þá sem leita að gömlum, íslenskum heimildum um daga ársins og siðvenjur sem þeim tilheyra.
Mynd:
UÁ. „Getið þið bent mér á þjóðlegar heimildir varðandi Jónsmessunótt?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3534.
UÁ. (2003, 27. júní). Getið þið bent mér á þjóðlegar heimildir varðandi Jónsmessunótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3534
UÁ. „Getið þið bent mér á þjóðlegar heimildir varðandi Jónsmessunótt?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3534>.