Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var Gordíons-hnúturinn?

Geir Þ. Þórarinsson

Gömul goðsaga hermdi að því hefði verið spáð fyrir Frýgíumönnum aftur í grárri forneskju að konung þeirra myndi bera að garði í vagni. Þeir töldu spádóminn hafa ræst þegar Gordíos nokkurn bar að garði í vagni sínum. Gordíos var umsvifalaust gerður að konungi Frýgíumanna og nafni borgarinnar breytt í Gordíon. Hann á þá að hafa tileinkað Seifi vagninn sem æ síðan var að finna á háborg Gordíons. Við vagninn var festur klafi með miklum hnút sem var talinn vera óleysanlegur.


Málverk af Alexander mikla að höggva á Gordíons-hnútinn. Verkið er eftir Jean-Simon Berthélemy (1743 - 1811).

Annar spádómur sagði að hver sá sem leyst gæti hnútinn myndi ríkja yfir bæði Evrópu og Asíu. Sagan segir svo að þegar Alexander mikli hafi komið til Gordíons árið 333 f.Kr. hafi hann einfaldlega höggvið á hnútinn með sverði sínu og leyst hann þannig. Þaðan er komið orðatiltækið „að höggva á hnútinn“.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.11.2009

Spyrjandi

Ingibjörg Elín Magnúsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað var Gordíons-hnúturinn?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54206.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 5. nóvember). Hvað var Gordíons-hnúturinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54206

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað var Gordíons-hnúturinn?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54206>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var Gordíons-hnúturinn?
Gömul goðsaga hermdi að því hefði verið spáð fyrir Frýgíumönnum aftur í grárri forneskju að konung þeirra myndi bera að garði í vagni. Þeir töldu spádóminn hafa ræst þegar Gordíos nokkurn bar að garði í vagni sínum. Gordíos var umsvifalaust gerður að konungi Frýgíumanna og nafni borgarinnar breytt í Gordíon. Hann á þá að hafa tileinkað Seifi vagninn sem æ síðan var að finna á háborg Gordíons. Við vagninn var festur klafi með miklum hnút sem var talinn vera óleysanlegur.


Málverk af Alexander mikla að höggva á Gordíons-hnútinn. Verkið er eftir Jean-Simon Berthélemy (1743 - 1811).

Annar spádómur sagði að hver sá sem leyst gæti hnútinn myndi ríkja yfir bæði Evrópu og Asíu. Sagan segir svo að þegar Alexander mikli hafi komið til Gordíons árið 333 f.Kr. hafi hann einfaldlega höggvið á hnútinn með sverði sínu og leyst hann þannig. Þaðan er komið orðatiltækið „að höggva á hnútinn“.

Mynd: