Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 303 svör fundust
Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?
Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa ...
Er hægt að benda á ákveðna stjörnu sem hefur plánetu á braut um sig?
Fyrsta plánetan sem fannst á braut um aðra stjörnu en sólina var 47 Ursa Majoris b. Hún uppgötvaðist árið 1996. Síðan þá hafa stjörnufræðingar fundið rúmlega 300 plánetur utan okkar sólkerfis og með betri aðferðum finnast fleiri og fleiri plánetur á hverju ári. Teikning listamanns af sólkerfinu 55 Capri, sem er e...
Við hvaða hita sjóða kartöflur?
Kartöflur sjóða ekki við tiltekið hitastig heldur þurfa þær að vera í sjóðandi vatni nógu lengi til þess að "soðna", eins og við köllum það. Suðumark vatns er 100°C við venjulegar aðstæður og vatnið í pottinum verður ekki heitara en það, heldur gufar upp í staðinn. Þetta er þess vegna hitastigið sem við sjóðum kar...
Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?
Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem e...
Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?
Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis...
Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?
Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð ...
Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á merkingu orðtakanna 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?Orðið gafl er notað um vegginn fyrir enda húss, hússtafn, endafjalir í kassa, kistu eða rúmi og fleira af þeim toga. Orðasambandið að ganga af göflunum, sem notað er í merkingunni að 'missa...
Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?
Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...
Hvernig gekk Grenvíkingum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Grenivík laugardaginn 19. maí 2018. Vísindavefur Háskóla Íslands lagði fyrir Grenvíkinga og aðra góða gesti ýmsar þrautir að spreyta sig á. Þrautirnar voru 7 talsins, meðal annars Gáta Einsteins, kúlupíramídi, ferningsþraut og litapúsl. Enginn náði að leysa allar þ...
Hvað er efst á baugi?
Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...
Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?
Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...
Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?
Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...
Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn lí...
Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?
Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...
Hvenær og hvers vegna breyttist „ek em“ í „ég er“?
Í þessu felast eiginlega tvær spurningar, annars vegar breytingin frá ek í ég og hins vegar breytingin úr em í er. Breytingin frá ek í ég Eintölubeyging 1. persónu fornafnsins í forníslensku og nútímaíslensku er sýnd í Töflu 1. eintala físl. nísl. ...