Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 270 svör fundust
Bera allir Sikhar sama eftirnafn?
Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna? Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi. Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem...
Er Guð stelpa eða strákur?
Flestir líta líklega svo á að Guð kristninnar sé karlkyns. Talað er um Guð en ekki Gyðju, og fólk biður Faðirvorið, en ekki Móðirvorið, svo dæmi séu tekin. Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor í guðfræði, bendir þó á að jafnvel þótt Guð sé yfirleitt karlgerður sé Guð hafinn yfir kynferði og því hvorki karl né kona...
Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?
Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...
Hvað gerir blöðruhálskirtillinn?
Blöðruhálskirtillinn tilheyrir æxlunarkerfi karla og er útkirtill, það er hann seytir vökva frá sér út í rásir. Hann er eins og kleinuhringur í laginu en er álíka stór og valhneta. Blöðruhálskirtillinn umlykur þvagrásina rétt neðan við þvagblöðruna. Hann liggur framan við endaþarminn og er hægt að þreifa á honum ...
Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...
Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?
Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...
Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?
Í örstuttu máli þá er mjög lítill útlitsmunur á kven- og karlhröfnum. Í líffræði er talað um kynbundna tvíbreytni, kyntvíbreytni eða kynferðistvímyndun (e. sexual dimorphism) þegar kerfisbundinn munur er á útliti eða atferli kynja sömu tegundar. Kynbundin tvíbreytni er mjög algeng og birtist á ýmsan hátt. Til ...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...
Af hverju fær maður blöðrubólgu?
Blöðrubólgu er skipt í annars vegar bráða blöðrubólgu og hins vegar langvinna (króníska, e. chronic) blöðrubólgu. Bráð blöðrubólga Bráð blöðrubólga er mjög algeng og fá konur hana mun oftar en karlar. Jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum bráðrar blöðrubólgu. Sennile...
Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?
Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitning...
Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?
Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...
Af hverju eru hindúakonur oft með rauðan punkt á milli augnabrúnanna?
Bletturinn sem hindúakonur hafa stundum á enni sér kallast bindi, sem merkir einfaldlega 'punktur' eða 'blettur'. Algengt er að rautt bindi sé tákn um að konan sem beri það sé gift. Á seinni árum hefur þó bindi orðið að hálfgerðu tískuskrauti hjá bæði giftum og ógiftum konum. Bletturinn þarf heldur ekkert endilega...
Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?
Um eitt af hverjum 1000 lifandi fæddum sveinbörnum hefur auka Y-litning. Drengir sem fæðast með auka Y-litning skera sig ekki frá öðrum drengjum í útliti fyrir utan það að þeir eru oft hávaxnari en almennt gerist og bólugrafnari á unglingsárum. XYY-drengir eru oft mjög tápmiklir en jafnframt eru aðeins meiri líku...
Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla?
Erfðir eru algengasta orsök skalla en menn geta einnig fengið skalla vegna streitu eða í kjölfar veikinda. Skallamyndun eftir veikindi eða vegna streitu getur gengið til baka þegar menn eru orðnir frískir. Arfgengur skalli getur það hins vegar ekki nema með sérstökum aðgerðum. Bæði konur og karlar geta fengið skal...
Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent?
Hér er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við börn, en ekki hversu stór hluti jarðarbúa eru karlar og hversu stór hluti eru konur. Um kynjaskiptingu mannkyns er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru til margir menn og konur í heiminum? Til þess að svara spurningunni um fjölda stelpna og stráka í heiminum þar...