Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 232 svör fundust
Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun? Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelld...
Hvenær og hvernig myndaðist Mælifell á Snæfellsnesi?
Mælifell mun vera svokallaður líparítgúll, myndaður í eldgosi seint á ísöld. Bergkvikan var svo seig að hún hlóðst upp yfir gosopinu en rann ekki í burtu sem hraun. Mælifell er samsett úr tveimur kvikugerðum, ljósari og dekkri. Ljósari gerðin myndar meginhluta fjallsins, og í henni eru flygsur af hinni dekkri,...
Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?
Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...
Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?
Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...
Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...
Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?
Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...
Hvað eru margar virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið?
Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva s...
Hvaðan kemur vatnið sem veldur sprengingum í gígnum í Geldingadölum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt að það sé vatn sem gerir að verkum, að hraun spýtist með sprengingum úr gígnum í Geldingadölum! Er þetta „eldgamalt vatn“, eða eru þetta efnahvörf vetnis og súrefnis á leiðinni að yfirborði? Góð spurning, en vatn myndast aldrei í bráð með þessum hætti, efna...
Hefur myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Síðan 1970 hefur Hekla gosið á 10 ára fresti og hafa gosin verið lítil miðað við fyrri gos. Ég tel mig hafa lesið einhvers staðar að það gæti hafa myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu. Ef þetta er rétt, hversu miklar líkur eru á því að gosið gæti úr g...
Hvernig myndast gervigígar?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hver er munurinn á gervigígum og venjulegum gígum? Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig:Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sö...
Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svoan: Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar? Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tí...
Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?
Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...
Hvernig og hvenær urðu Dimmuborgir til?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan eru hraunmyndanir Dimmuborga komnar og hvenær urðu þau eldsumbrot? Um þetta efni skrifar Kristján Sæmundsson í greininni „Jarðfræði Kröflukerfisins“ (Náttúra Mývatns, ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Rvk. 1991). Fyrir rúm...
Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?
Snæfellsjökull er eldkeila en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll sem myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjósk...
Af hverju var Surtsey friðlýst?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur o...