Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns?Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur og Jólnir. Aðeins á Surtsey rann hraun sem hindraði það í fyrstu að hún hyrfi í sæinn, ólíkt hinum eyjunum sem voru skammlífar. Strax frá upphafi var vel fylgst með gosinu og framgangi þess lýst. Í ferðum til eyjarinnar sáust sjófuglar tylla sér á eyna milli goshrina og strax 1965 sást fyrsta æðplantan sem numið hafði land. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi.

Surtsey séð úr suðri. Hraun og gjóska þekja suðurhluta eyjunnar en ljósleitt móberg rís hæst. Tangi skagar út frá eynni til norðurs, samsettur úr efni sem rofnað hefur úr hraunum Surtseyjar og borist norður fyrir eyna með öldum og sjávarstraumum. Með tilkomu máfavarps á sunnanverðri eynni hefur eyjan grænkað umtalsvert hin síðari ár. Ljósm. Erling Ólafsson.
- Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon, Pawel Wasowicz, Járngerður Grétarsdóttir, Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson, 2023. Surtsey 60 ára: Landnám plantna og framvinda. Náttúrufræðingurinn 93 (1-2): 6–26.
- Erling Ólafsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir, 2014. Surtsey í sjónmáli. Reykjavík: Edda. 224 bls.
- Snorri Baldursson og Álfheiður Ingadóttir, 2007. Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List. Icelandic Institute of Natural History. Hlemmur, Reykjavík.
- Vefur Surtseyjarfélagsins. Surtsey.
- Mynd: Erling Ólafsson.