Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 520 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað gerði Torfhildur skáld merkilegt? Torfhildur Hólm (1845-1918) varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Skáldsagan bar titilinn Brynjólfur Sveinsson biskup: Skáldsaga frá 17. öld og kom út í Reykjavík 1882. Þetta var einnig fyrsta sögulega skáldsagan í...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?

Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða áratugur er núna?

Samkvæmt tímatali okkar er núna fyrsti áratugur tuttugustu og fyrstu aldar. Hann byrjaði 1. janúar 2001 og honum lýkur 31. desember árið 2010. Á undan honum var tíundi áratugur tuttugustu aldar og á eftir honum er að sjálfsögðu annar áratugur 21. aldar. Sjá til dæmis svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningun...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?

Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...

category-iconHugvísindi

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?

Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...

category-iconSálfræði

Hver var G. Stanley Hall og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Granville Stanley Hall var fjölvirkur fræðimaður sem hafði gott orð á sér sem háskólakennari. Hall var Bandaríkjamaður og gegndi lykilhlutverki í að móta sálfræðina sem fræðigrein á upphafsárum hennar þar vestra. Hann var frumkvöðull í ýmsu tilliti, varð til dæmis fyrstur til að hljóta doktorsnafnbót í sálfræði í ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær var konum leyft að spila fótbolta?

Á Vesturlöndum hefur konum ekki beinlínis verið bannað að spila fótbolta en á síðustu öld var þeim lengi vel gert það mjög erfitt fyrir. Eins og fram kemur í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hver fann upp fótboltann? hefur einhvers konar leikur tveggja liða sem gengur út á að koma knetti í mark verið þek...

category-iconMannfræði

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?

Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?

Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?

Litir kirkjunnar eru kallaðir litir kirkjuársins. Þeir eru þessir: Hvítur, rauður, fjólublár, grænn og svartur. Hvíti liturinn (sem líka getur verið gylltur) er notaður á stórhátíðum kirkjunnar, eða Krists-hátíðum, sem eru jól og páskar. Jólatíminn nær til þrettándans en páskatíminn nær til hvítasunnu. Litur h...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sósíaldemókrati?

Sósíaldemókrati kallast sá sem aðhyllist sósíaldemokratisma eða jafnaðarstefnu eins og stefnan kallast á íslensku. Jafnaðarstefnan byggðist upphaflega á kenningum Karl Marx en síðar var lögð áhersla á bætt launakjör auk félagslegra og efnahagslega umbóta "innan ramma hins kapítalíska þjóðfélags í anda umbótaste...

Fleiri niðurstöður