Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?

Jón Yngvi Jóhannsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað gerði Torfhildur skáld merkilegt?

Torfhildur Hólm (1845-1918) varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Skáldsagan bar titilinn Brynjólfur Sveinsson biskup: Skáldsaga frá 17. öld og kom út í Reykjavík 1882. Þetta var einnig fyrsta sögulega skáldsagan í íslenskum bókmenntum.

Torfhildur Hólm var afkastamikill höfundur og einn fyrsti íslenski höfundurinn sem lifði eingöngu af ritstörfum. Þetta tókst henni með styrk frá ríkinu og með því að gefa sjálf út skáldsögur sínar og önnur skrif í tímaritum sínum Draupni (1891-1908), Dvöl (1901-17) og Tíbrá (1892-93).

Torfhildur Hólm var fyrsti atvinnurithöfundurinn á Íslandi og fyrst kvenna til að fást við skáldsagnagerð. Hún lést úr spönsku veikinni 14. nóvember 1918.

Torfhildur fluttist til Winnipeg í Kanada rúmlega þrítug árið 1876 og hóf rithöfundarferil sinn þar með smásögum sem hún birti í tímaritinu Framfara árið 1878. Þar komu einnig út fyrstu sögulegu skáldsögur hennar, Brynjólfur Sveinsson biskup (1882) og Elding (1889).

Árið 1889 fluttist Torfhildur aftur heim til Íslands og á næstu þremur áratugum sendi hún frá sér fleiri sögulegar skáldsögur og birti smásögur í tímaritum. Við heimkomuna var Torfhildi veittur styrkur til ritstarfa, fyrstri íslenskra kvenna. Sú styrkveiting var þó ekki óumdeild og ári seinna var styrkurinn lækkaður og honum breytt í styrk til hennar sem ekkju. Lengra voru íslenskir karlar á Alþingi ekki komnir í jafnréttismálum árið 1889.

Myndir:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Jón Yngvi Jóhannsson

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

27.10.2023

Spyrjandi

Gunnur Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?“ Vísindavefurinn, 27. október 2023, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24402.

Jón Yngvi Jóhannsson. (2023, 27. október). Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24402

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2023. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24402>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað gerði Torfhildur skáld merkilegt?

Torfhildur Hólm (1845-1918) varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Skáldsagan bar titilinn Brynjólfur Sveinsson biskup: Skáldsaga frá 17. öld og kom út í Reykjavík 1882. Þetta var einnig fyrsta sögulega skáldsagan í íslenskum bókmenntum.

Torfhildur Hólm var afkastamikill höfundur og einn fyrsti íslenski höfundurinn sem lifði eingöngu af ritstörfum. Þetta tókst henni með styrk frá ríkinu og með því að gefa sjálf út skáldsögur sínar og önnur skrif í tímaritum sínum Draupni (1891-1908), Dvöl (1901-17) og Tíbrá (1892-93).

Torfhildur Hólm var fyrsti atvinnurithöfundurinn á Íslandi og fyrst kvenna til að fást við skáldsagnagerð. Hún lést úr spönsku veikinni 14. nóvember 1918.

Torfhildur fluttist til Winnipeg í Kanada rúmlega þrítug árið 1876 og hóf rithöfundarferil sinn þar með smásögum sem hún birti í tímaritinu Framfara árið 1878. Þar komu einnig út fyrstu sögulegu skáldsögur hennar, Brynjólfur Sveinsson biskup (1882) og Elding (1889).

Árið 1889 fluttist Torfhildur aftur heim til Íslands og á næstu þremur áratugum sendi hún frá sér fleiri sögulegar skáldsögur og birti smásögur í tímaritum. Við heimkomuna var Torfhildi veittur styrkur til ritstarfa, fyrstri íslenskra kvenna. Sú styrkveiting var þó ekki óumdeild og ári seinna var styrkurinn lækkaður og honum breytt í styrk til hennar sem ekkju. Lengra voru íslenskir karlar á Alþingi ekki komnir í jafnréttismálum árið 1889.

Myndir:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....