Hvað gerði Torfhildur skáld merkilegt?Torfhildur Hólm (1845-1918) varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Skáldsagan bar titilinn Brynjólfur Sveinsson biskup: Skáldsaga frá 17. öld og kom út í Reykjavík 1882. Þetta var einnig fyrsta sögulega skáldsagan í íslenskum bókmenntum. Torfhildur Hólm var afkastamikill höfundur og einn fyrsti íslenski höfundurinn sem lifði eingöngu af ritstörfum. Þetta tókst henni með styrk frá ríkinu og með því að gefa sjálf út skáldsögur sínar og önnur skrif í tímaritum sínum Draupni (1891-1908), Dvöl (1901-17) og Tíbrá (1892-93).

Torfhildur Hólm var fyrsti atvinnurithöfundurinn á Íslandi og fyrst kvenna til að fást við skáldsagnagerð. Hún lést úr spönsku veikinni 14. nóvember 1918.
- Félagsbréf, 8. árgangur 1962, 25. tölublað - Timarit.is. (Sótt 13.02.2018).