Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 109 svör fundust

category-iconHeimspeki

Af hverju skerðir ríkið réttindi fólks vegna COVID-19?

Til þess að fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf að tryggja því ákveðin réttindi sem stuðla að velferð þess og frelsi. Margir telja það vera hlutverk ríkisins að tryggja þessar forsendur mannsæmandi lífs. Í COVID-19-heimsfaraldrinum hefur frelsi fólks víða um heim verið skert. Á Íslandi var snemma gripið til s...

category-iconVísindi almennt

Hvað er vísindafræði?

Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...

category-iconHeimspeki

Hver eru rök með og á móti beinu líknardrápi?

Ímyndum okkur mann sem er illa kvalinn af ólæknandi sjúkdómi. Hann á enga að og sýnt þykir að bæði honum sjálfum og starfsfólkinu sem annast hann yrði það líkn og léttir ef hann fengi að deyja. Á þessi maður ekki rétt á því að honum sé hjálpað til þess að deyja ef hann biður um það? Það þykir að minnsta kosti ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?

Spurningin hljóðar svona í heild sinni:Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn? Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? ...

category-iconHugvísindi

Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?

Flestir heimspekingar eru sammála um að í borgaralegri óhlýðni felist að (i) brotið er gegn lögum eða reglum, (ii) markmið lögbrotsins er ekki einstaklingsbundinn hagur eða sérhagsmunir tiltekins hóps heldur almannaheill, til dæmis réttlæti, (iii) lögbrotið er framið fyrir opnum tjöldum, oftast til að vekja athygl...

category-iconHeimspeki

Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins C...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategundir hefur maðurinn ofveitt eða ofnýtt þannig að þær hafa dáið út?

Það er hægt að segja með vissu að þær dýrategundir sem hafa orðið aldauða á síðustu öldum hafi dáið út beint eða óbeint vegna athafna mannsins. Helstu orsakir þess að tegundir hafa dáið út undanfarnar aldir tengjast ofveiði og búsvæðaeyðingu, en einnig mikilli röskun á vistkerfum sem hlotist hefur af innflutningi ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er verkfall og hver er saga verkfallsréttar í heiminum?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvenær fóru Íslendingar fyrst í verkfall? Og hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst í verkfall? Hvenær urðu verkföll fyrst lögleg og með hvaða hætti? Hvað er verkfall? Hver er munurinn á verkfalli og verkbanni? Verkfall eða vinnustöðvun verður þega...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...

category-iconHagfræði

Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?

Stjórnvöld beita ýmsum aðgerðum og aðferðum til að ýta undir rétt og góð skattskil. Skattlagning byggir á skýrslugerð skattgreiðandans. Skattgreiðandanum er gert að gefa upplýsingar sem eru þess eðlis að upplýsingagjöfin getur verið honum fjárhagslega kostnaðarsöm. Af þeim sökum skulu skattyfirvöld afla upplýsinga...

category-iconLæknisfræði

Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?

Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...

category-iconHugvísindi

Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?

Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?

Byltingin í Rússlandi 1917 er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Hægt er að skilgreina byltinguna sem keðju uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða (sovéta) undir stjórn bolsé...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?

Það kemur þeim sem hafa ferðast um Ítalíu og skoðað fagrar borgir eða flatmagað á sólarströndum landsins eflaust á óvart að víða á Ítalíu eru fögur svæði með miklu dýralífi. Á Ítalíu eru meðal annars leifar af upprunalegri fánu svæðisins eins og hún var á tímum Rómaveldis. Þessi svæði eru bundin við þjóðgarða og þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er líklegt að gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er náttúrufræðikennari á unglingastigi. Ég velti fyrir mér breytingum vegna loftslagsbreytinga. Hvernig er líklegt að hitastig og gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar? Þetta er mjög áhugaverð spurning en svarið er ekki einfalt. Gróðurfar skiptir okkur miklu enda er gró...

Fleiri niðurstöður