Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?

Þórana Elín Dietz

Spurningin hljóðar svona í heild sinni:
Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn?

Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum?


Hvað er femínismi?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað eða hún útskýrð með handhægri tilvitnun, enda eru flestir þeir sem skrifa um femínisma sammála um að ekki sé til ein femínísk aðferð, heldur vísi hugtakið til margskonar hugmynda og aðgerða. Þar fyrir utan séu þeir einstaklingar sem aðhyllast femínisma ólíkir innbyrðis og hæpið að þeir leggi sömu merkingu í hugtakið.

Margir eru þó sammála um að ákveðnir grundvallarþættir felist í femínisma eða femínismum, það er pólitískur, efnahagslegur og félagslegur jöfnuður kynjanna. Með öðrum orðum má segja að femínismi séu viðbrögð við mismunun kvenna og mótmæli gegn feðraveldi og karllægu stigveldi. Engu að síður eru margir femínistar ósammála um þessi atriði og álíta að slíkar skilgreiningar séu of einhæfar og geri lítið úr þeim fjölbreytileika sem einkennir femínista og konur og karla almennt.

Kvennahreyfingin á Vesturlöndum á rætur sínar að rekja til Evrópu á 19. öld. Árið 1910 hafði skipulögð hreyfing myndast þar sem konur með ólíkan bakgrunn sameinuðust um málefni eins og kosningarétt, betri vinnuskilyrði og rétt kvenna til menntunar, svo fátt eitt sé nefnt.

Í dag er gjarnan talað um að til séu þrjár meginstefnur femínisma. Í fyrsta lagi eru það femínistar sem telja að á kynjunum sé eðlismunur, en þrátt fyrir þennan mun sé mikilvægt að leiðrétta ójöfnuð sem birtist meðal annars í launamuni kynjanna.

Í öðru lagi er um að ræða femínista sem vilja fjarlæga öll skil á milli kynjanna og viðurkenna ekki að til séu líffræðilegir eða félagslegir þættir sem annað hvort tilheyra bara konum eða bara körlum. Margir sem aðhyllast þessa tegund, telja að þann mun sem er á kynjunum í dag, megi rekja til grunngerðar samfélagsins sem leitast við að gera konur undirgefnar körlum. Markmiðið er því að eyða þessari feðraveldishugsun og koma á algjöru jafnræði milli kynjanna.

Að lokum eru það femínistar sem hafa að einhverju leyti dregið úr þeim róttæka femínisma sem tíðkaðist á sjötta og sjöunda áratugnum, en berjast engu að síður ötullega fyrir málefnum á borð við rétti kvenna til fóstureyðinga. Ekki er lengur fjallað um konur og karla sem fyrirfram skilgreinda hópa, heldur er áherslan lögð á fjölbreytileika einstaklinga og muninn þeirra á milli. Unnið er gegn feðraveldissinnum sem gera lítið úr þessum margbreytileika en undirstrika það sem að þeirra mati einkennir konur og karla.

Sameiginlegur þráður allra femínískra hreyfinga í tíma og rúmi, felur í sér kenningar og skuldbindingar um að konur og karlar séu jafningjar á öllum sviðum. Þessi „kjarni“ reynir ekki að lýsa því sem er sameiginlegt eða ekki sameiginlegt með körlum og konum, né heldur er það markmið hans að útiloka karla og styðja eingöngu við bakið á konum.

Hægt er að samþykkja megininntak femínismans án þess að skilgreina sig sérstaklega innan þeirra stefna sem minnst hefur verið á hér að ofan, eða annarra sem ekki hefur verið fjallað um. Viljinn fyrir félagslegum, efnahagslegum og pólítiskum jöfnuði kynjanna er nægur. Hver og einn getur síðan haft eigin hugmyndir um hvaða leið sé best til að ná settu marki. Þetta frelsi einkennir margbreytileika femínista, sem eiga það þó sameiginlegt að vilja breytingar sem leiða til jöfnuðar kynjanna.

Að lokum má nefna gagnrýni femínista utan Vesturlanda á hefðbundinn femínisma, en á síðustu árum hafa meðal annars litaðar konur og konur sem búa í fátækari löndum heimsins, gagnrýnt hversu mikið af vandamálum hvítra, vestrænna femínista hafi verið yfirfærð á allar konur, alls staðar í heiminum. Í þessu felst að vestrænir femínistar gera ráð fyrir að allar konur hafi sömu markmið að leiðarljósi, en gleyma að taka með í reikninginn að margar konur þurfa ekki einungis að kljást við kynjamisrétti heldur einnig misrétti sökum litarháttar, stéttar og stöðu. Þar af leiðandi geta femínistar á Vesturlöndum ekki verið málsvarar allra kvenna alls staðar (sjá til dæmis í Mohanty, 1991).

Hvernig er femínískt sjónarhorn innan félagsvísinda?

Snemma á áttunda áratugnum tóku femínistar að gagnrýna karllæga slagsíðu félagsvísindanna, einkum með tilliti til hversu ósýnilegar raddir kvenna voru í félagsvísindum.

Henrietta Moore (1988) bendir til dæmis á að rannsóknir mannfræðinga sem endurspegla áttu samfélög í heild sinni, hafi í raun aðeins birt þá hlið er snéri að karlmönnum. Í þessu samhengi er rannsókn Bronislaw Malinowski gjarnan borin saman við rannsókn Annette B. Weiner á Trobriand-eyjum, en niðurstöður þeirra voru talsvert ólíkar – konur voru til staðar að einhverju leyti í báðum rannsóknum, en á ólíkan máta.

Til að ýta undir femínískt sjónarhorn í félagsvísindum hefur hlutur kvenna í rannsóknum verið aukinn, þá hvort heldur sem þátttakendur eða rannsakendur. Þá hafa margar af eldri rannsóknunum verið endurskoðaðar með tilliti til hvort og hvernig konur birtast í þeim. Að lokum hefur farið fram endurskoðun á kenningum sem í mörg ár sniðgengu konur að miklu leyti og byggðu á sjónarhorni karla.

Femínískt sjónarhorn getur haft þau áhrif á rannsakanda að hann er meðvitaður um þann valdamun sem getur falist í kynhlutverkum. Femíniskar nálganir benda á að kyn er aldrei „bara kyn“ í líffræðilegum skilningi heldur erum við öll undir stöðugum félagslegum mótunaráhrifum allt frá upphafi og þar fyrir utan er vert að gera sér grein fyrir að skilningur manna á hvað felst í því að vera „karl“ eða „kona“ hefur ólíka merkingu frá einu samfélagi til annars, frá einum hópi til annars, frá einum einstaklingi til annars.

Á síðari árum hafa femínistar að sama skapi lagt áherslu á að rannsakendur geri sér grein fyrir valdaafstöðu sinni á vettvangi, að kyn þeirra hafi áhrif og að rannsakendur geti aldrei verið ósýnilegir í rannsóknum sínum, heldur hafi þeir áhrif á alla sem þeir hafa samskipti við. Að lokum má nefna að sjónarhorn femínista hefur ekki bara haft áhrif á rannsóknir sem snúa að konum, heldur líka rannsóknir sem snúa að minnihlutahópum almennt og þá gildir einu hvort um karla eða konur er að ræða.

Heimildir og frekara lesefni:

Höfundur

meistaranemi í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.11.2003

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Runólfur Kristjánsson

Tilvísun

Þórana Elín Dietz. „Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3878.

Þórana Elín Dietz. (2003, 20. nóvember). Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3878

Þórana Elín Dietz. „Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3878>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni:

Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn?

Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum?


Hvað er femínismi?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað eða hún útskýrð með handhægri tilvitnun, enda eru flestir þeir sem skrifa um femínisma sammála um að ekki sé til ein femínísk aðferð, heldur vísi hugtakið til margskonar hugmynda og aðgerða. Þar fyrir utan séu þeir einstaklingar sem aðhyllast femínisma ólíkir innbyrðis og hæpið að þeir leggi sömu merkingu í hugtakið.

Margir eru þó sammála um að ákveðnir grundvallarþættir felist í femínisma eða femínismum, það er pólitískur, efnahagslegur og félagslegur jöfnuður kynjanna. Með öðrum orðum má segja að femínismi séu viðbrögð við mismunun kvenna og mótmæli gegn feðraveldi og karllægu stigveldi. Engu að síður eru margir femínistar ósammála um þessi atriði og álíta að slíkar skilgreiningar séu of einhæfar og geri lítið úr þeim fjölbreytileika sem einkennir femínista og konur og karla almennt.

Kvennahreyfingin á Vesturlöndum á rætur sínar að rekja til Evrópu á 19. öld. Árið 1910 hafði skipulögð hreyfing myndast þar sem konur með ólíkan bakgrunn sameinuðust um málefni eins og kosningarétt, betri vinnuskilyrði og rétt kvenna til menntunar, svo fátt eitt sé nefnt.

Í dag er gjarnan talað um að til séu þrjár meginstefnur femínisma. Í fyrsta lagi eru það femínistar sem telja að á kynjunum sé eðlismunur, en þrátt fyrir þennan mun sé mikilvægt að leiðrétta ójöfnuð sem birtist meðal annars í launamuni kynjanna.

Í öðru lagi er um að ræða femínista sem vilja fjarlæga öll skil á milli kynjanna og viðurkenna ekki að til séu líffræðilegir eða félagslegir þættir sem annað hvort tilheyra bara konum eða bara körlum. Margir sem aðhyllast þessa tegund, telja að þann mun sem er á kynjunum í dag, megi rekja til grunngerðar samfélagsins sem leitast við að gera konur undirgefnar körlum. Markmiðið er því að eyða þessari feðraveldishugsun og koma á algjöru jafnræði milli kynjanna.

Að lokum eru það femínistar sem hafa að einhverju leyti dregið úr þeim róttæka femínisma sem tíðkaðist á sjötta og sjöunda áratugnum, en berjast engu að síður ötullega fyrir málefnum á borð við rétti kvenna til fóstureyðinga. Ekki er lengur fjallað um konur og karla sem fyrirfram skilgreinda hópa, heldur er áherslan lögð á fjölbreytileika einstaklinga og muninn þeirra á milli. Unnið er gegn feðraveldissinnum sem gera lítið úr þessum margbreytileika en undirstrika það sem að þeirra mati einkennir konur og karla.

Sameiginlegur þráður allra femínískra hreyfinga í tíma og rúmi, felur í sér kenningar og skuldbindingar um að konur og karlar séu jafningjar á öllum sviðum. Þessi „kjarni“ reynir ekki að lýsa því sem er sameiginlegt eða ekki sameiginlegt með körlum og konum, né heldur er það markmið hans að útiloka karla og styðja eingöngu við bakið á konum.

Hægt er að samþykkja megininntak femínismans án þess að skilgreina sig sérstaklega innan þeirra stefna sem minnst hefur verið á hér að ofan, eða annarra sem ekki hefur verið fjallað um. Viljinn fyrir félagslegum, efnahagslegum og pólítiskum jöfnuði kynjanna er nægur. Hver og einn getur síðan haft eigin hugmyndir um hvaða leið sé best til að ná settu marki. Þetta frelsi einkennir margbreytileika femínista, sem eiga það þó sameiginlegt að vilja breytingar sem leiða til jöfnuðar kynjanna.

Að lokum má nefna gagnrýni femínista utan Vesturlanda á hefðbundinn femínisma, en á síðustu árum hafa meðal annars litaðar konur og konur sem búa í fátækari löndum heimsins, gagnrýnt hversu mikið af vandamálum hvítra, vestrænna femínista hafi verið yfirfærð á allar konur, alls staðar í heiminum. Í þessu felst að vestrænir femínistar gera ráð fyrir að allar konur hafi sömu markmið að leiðarljósi, en gleyma að taka með í reikninginn að margar konur þurfa ekki einungis að kljást við kynjamisrétti heldur einnig misrétti sökum litarháttar, stéttar og stöðu. Þar af leiðandi geta femínistar á Vesturlöndum ekki verið málsvarar allra kvenna alls staðar (sjá til dæmis í Mohanty, 1991).

Hvernig er femínískt sjónarhorn innan félagsvísinda?

Snemma á áttunda áratugnum tóku femínistar að gagnrýna karllæga slagsíðu félagsvísindanna, einkum með tilliti til hversu ósýnilegar raddir kvenna voru í félagsvísindum.

Henrietta Moore (1988) bendir til dæmis á að rannsóknir mannfræðinga sem endurspegla áttu samfélög í heild sinni, hafi í raun aðeins birt þá hlið er snéri að karlmönnum. Í þessu samhengi er rannsókn Bronislaw Malinowski gjarnan borin saman við rannsókn Annette B. Weiner á Trobriand-eyjum, en niðurstöður þeirra voru talsvert ólíkar – konur voru til staðar að einhverju leyti í báðum rannsóknum, en á ólíkan máta.

Til að ýta undir femínískt sjónarhorn í félagsvísindum hefur hlutur kvenna í rannsóknum verið aukinn, þá hvort heldur sem þátttakendur eða rannsakendur. Þá hafa margar af eldri rannsóknunum verið endurskoðaðar með tilliti til hvort og hvernig konur birtast í þeim. Að lokum hefur farið fram endurskoðun á kenningum sem í mörg ár sniðgengu konur að miklu leyti og byggðu á sjónarhorni karla.

Femínískt sjónarhorn getur haft þau áhrif á rannsakanda að hann er meðvitaður um þann valdamun sem getur falist í kynhlutverkum. Femíniskar nálganir benda á að kyn er aldrei „bara kyn“ í líffræðilegum skilningi heldur erum við öll undir stöðugum félagslegum mótunaráhrifum allt frá upphafi og þar fyrir utan er vert að gera sér grein fyrir að skilningur manna á hvað felst í því að vera „karl“ eða „kona“ hefur ólíka merkingu frá einu samfélagi til annars, frá einum hópi til annars, frá einum einstaklingi til annars.

Á síðari árum hafa femínistar að sama skapi lagt áherslu á að rannsakendur geri sér grein fyrir valdaafstöðu sinni á vettvangi, að kyn þeirra hafi áhrif og að rannsakendur geti aldrei verið ósýnilegir í rannsóknum sínum, heldur hafi þeir áhrif á alla sem þeir hafa samskipti við. Að lokum má nefna að sjónarhorn femínista hefur ekki bara haft áhrif á rannsóknir sem snúa að konum, heldur líka rannsóknir sem snúa að minnihlutahópum almennt og þá gildir einu hvort um karla eða konur er að ræða.

Heimildir og frekara lesefni:...